Vikan - 26.09.2000, Síða 44
Ein af möppunum sem
hún þurfti á að halda
þurfti endilega að vera
í hillunni sem merkt
var A. Það var alveg dæmigert,
hugsaði hún hæðnislega þegar
hún gaut augunum upp eftir hill-
unum. Efsta hillan virtist í óra-
fjarlægð. Hún stóð ráðþrota og
hafði ekki hugmynd um hvernig
hún gæti náð upp í hilluna. Henni
létti þegar hún kom auga á sam-
anbrotinn stálstiga í einu horn-
inu. Hann var fisléttur og auðvelt
að opna hann.
Hún vildi drífa í því að finna
möppurnar og hefjast handa við
lesturinn. Hún steig upp í neðsta
þrepið og bölvaði sér í hljóði fyr-
ir að vera í háhæluðum skóm og
þröngu pilsi. Hún hafði alltaf ver-
ið lofthrædd og sundlaði þegar
hún uppgötvaði að til þess að ná
upp í efstu hilluna yrði hún að
standa í efsta þrepi stigans. Þar
uppi í háloftunum hefði hún ekk-
ert til að halda sér í nema hill-
una sjálfa.
Hún sá fyrir sér járnhillur, stál-
stiga og möppur hvolfast yfir sig
urn leið og hún snerti efstu hill-
una. Hún ákvað að fara rólega og
einbeita sér að því að halda jafn-
væginu.
Hún skimaði eftir möppunni
sem hún þurfti á að halda og sá
sér til mikillar skelfingar að hún
hafði stillt stiganum á hilluna þar
sem hún var merkt AM. Það
gerði henni erfitt fyrir að ná til
þess hluta sem merktur var AN.
Þar var auðvitað mappan sem
hún leitaði að.
Þetta var henni líkt. Hún gat
ekki einu sinni fundið skjala-
möppur án þess að klúðra því.
Hún teygði sig til hliðar, eins
langt og hún komst, og bölvaði í
hljóði þegar hún fann pilsið
skríða upp eftir lærunum. Hún
var næstum því búin að ná taki á
möppunni. Henni tækist að ná
henni ef hún aðeins gæti teygt sig
nokkra sentímetra í viðbót. Þá
losnaði hún við að fara aftur nið-
ur tröppurnar, koma stiganum
fyrir og klifra upp aftur. Hún hélt
niðri í sér andanum, og teygði sig
eins langt og hún gat.
„Hvað í ósköpunum...?“
Henni brá þegar hún heyrði
rödd Daniels Jeffersons. Hún
sneri sér við til þess að horfa á
hann og gleymdi öllu um við-
kvæma stöðu sína í tröppunum.
Stiginn sveiflaðist til og hún fann
að hún var að missa jafnvægið.
Éger að detta! hugsaði hún skelf-
ingu lostin.
En hún datt ekki. í stað þess að
lenda eins og hrúga á gófinu fyr-
ir framan fætur Daniels Jeffer-
sons fann hún sér til skelfingar að
hann teygði sig eftir henni og
náði taki á henni. Nokkrum
ógeðfelldum staðreyndum skaut
upp í kollinum á henni. í fyrsta
lagi að hún hefði gert sig að al-
gjöru fífli og án efa staðfest þá
skoðun hans að hún væri óhæf-
ur starfskraftur. í öðru lagi að
henni hafði tekist að taka nokkr-
ar möppur með sér í fallinu og
innihald þeirra lá nú í einni kös
á gólfinu. Þriðja staðreyndin var
ógeðfelldust af þeim öllum.
Daniel hélt utan um hana og
brjóstin á henni voru í augnhæð
hans og það sem var enn verra;
langir fótleggir hennar héngu í
allri sinni dýrð niður úr stiganum.
„Ekki vera hrædd. ég er með
gott tak á þér,“ heyrði hún Dani-
el segja rólega. Eins og hún vissi
það ekki. Skilningarvit hennar
voru í fullkomnu lagi og þau gáfu
henni ekki eingöngu til kynna að
hann hefði „gott tak á henni“
eins og hann orðaði það. Líkami
hennar virtist á einhvern undar-
legan hátt kunna vel við snerting-
una við líkama hans.
Sú hugsun var einfaldlega fá-
ránleg. Hún þoldi ekki einu sinni
manninn, hvað þá að ... Loft-
hræðslan helltist yfir hana í sinni
verstu mynd. Daniel tók utan um
hana og kom henni heilu og
höldnu niður stigann. Hún greip
utan um handleggi hans og
reyndi að sigrast á svimatilfinn-
ingunni.
„Ertu viss um að það sé allt í
lagi með þig?“ spurði hann þeg-
ar hún loksins fann gólfið undir
fótum sér. „Þú hefðir getað slas-
að þig. Hvað í ósköpunum varstu
að gera?“
Hann sleppti af henni takinu
og virti hana fyrir sér. Charlotte
píndi sig til að útiloka tilfinning-
arnar sem höfðu kviknað þegar
hann hélt utan um hana. Henni
leið illa, hana sundlaði og hún
skammaðist sín niður í tær.
„Ég hélt að það væri auðséð,"
svaraði hún og svaraði ekki fyrri
hluta spurningarinnar. „Ég var
að ná í möppu."
Hún roðnaði þegar hann virti
fyrir sér stigann sem hékk eins og
dauðadrukkinn rnaður upp við
hillurnar.
,,En hvers vegna notaðir þú
þennan stiga? Hvers vegna not-
aðir þú ekki hinn stigann? Við
létum útbúa hann sérstaklega til
þess að auðvelda okkur að ná
upp í efstu hillurnar.“
Hinn stigann. Charlotte
kyngdi og fann roðann brenna í
kinnunum. Daniel gekk fram hjá
henni og lokaði dyrunum. A
veggnum við hliðina sá hún háan
tréstiga.
„Eins og þú sérð er hægt að
krækja honurn utan um hillurn-
ar til þess að koma í veg fyrir
óhöpp.“
Charlotte kyngdi reiðinni og
brann í skinninu eftir að benda
honum á að hún hefði ekki misst
jafnvægið ef hann hefði ekki
komið henni að óvörum.
„Þetta er nú einu sinni lög-
mannsstofa," sagði hann glettn-
islega. „Við eigendurnir erurn
okkur þess meðvitaðir að starfs-
fólk okkar hefur kunnáttuna til
þess að fara í skaðabótamál við
okkur ef það slasast í vinnunni."
Herbergið var lítið og hann var
svo stór, svo ... svo mikilfengleg-
ur að allt í einu virtist herbergið
algjörlega loftlaust. Hún átti
erfitt með að ná andanum. Hún
fann að Daniel virti hana fyrir
sér. Hún leit snöggt á hann og sá
sér til skelfingar að hann horfði
beint á munninn á henni.
Ósjálfrátt bleytti hún varir sín-
ar með tungubroddinum. Hvers
vegna? spurði hún sjálfa sig ösku-
reið. Var hún að fullvissa sig um
að þær væru þarna enn þá? Auð-
vitað eru þær á sínum stað og þú
ert að ögra honum með elsta
bragði sem til er. Bragði sem ein-
göngu þriðja flokks kvikmynda-
leikstjóri gæti verið þekktur fyr-
ir að nota.
Ég hlýt að vera að missa vitið,
hugsaði hún. Það hlaut að vera
loftleysinu að kenna. Hún riðaði
á fótunum og aftur heyrði hún
Daniel spyrja hvort allt væri í lagi
með hana.
Hún opnaði munninn og ætl-
aði að svara en orðin stóðu föst í
hálsinum á henni. Hún gaf frá sér
lágt, ógreinilegt hljóð. Hún leit
á hann og starði í dökkgrá, tindr-
andi augu. Hann hlýtur að ráða
yfir einhverju dáleiðsluafli, hugs-
aði hún. Hún gat ekki með
nokkru móti slitið sig frá augna-
ráði hans. Það var auðvelt að
skilja vinsældir hans í hópi frétta-
mannanna. Hann færi sennilega
létt með að dáleiða sjónvarpsá-
horfendur ekki síður en hana.
Hún bölvaði sér í hljóði fyrir
veikleika sinn. Hún lokaði aug-
unum, sneri sér undan og dró
djúpt að sér andann.
Henni Ieið ekkert betur þegar
hún opnaði aftur augun. En í
þetta sinn gætti hún þess að horfa
ekki í augun á honum.
„Mér líður vel,“ svaraði hún
stuttlega og gekk að dyrunum.
„Það var leiðinlegt að þér tókst
að grípa mig í fallinu. Ef þú hefð-
ir ekki gert það hefði ég dottið á
þig og slasað þig. Þá hefðir þú
getað farið í skaðabótamál við
mig.“
Henni til mikillar undrunar fór
hann að skellihlæja og hún varð
enn meira undrandi þegar hann
sagði: „Ég er alveg klár á því að
Lydia hefði elskað þig."
Hún var með höndina á hurð-
arhúninum þegar hann stöðvaði
hana og tók varlega utan um
handlegginn á henni. Hún sendi
honum illilegt augnaráð og stífn-
aði upp.
„Hvað heldur þú eiginlega að
þú sért að gera?“
Hann var enn þá brosandi en
brosið varð kuldalegt þegar hann
sagði: „Mér datt í hug að þú vild-
ir laga þig aðeins til áður en þú
færir fram.“
Hann gekk fram hjá henni og
lokaði dyrunum á eftir sér. Hún
eldroðnaði þegar hún leit niður
og sá hvernig pilsið vöðlaðist um
lærin á henni og afhjúpaði þau í
allri sinni dýrð. Hún togaði reiði-
lega í pilsið áður en hún hófst
handa að tína skjölin upp af gólf-
inu.
44 Vikan