Vikan - 07.11.2000, Blaðsíða 12
Þorkell Valdimarsson og Rögnvaldur Johnsen rýna í gamlar
myndir af kaffiklúbbsfélögum. Franch Michelsen fylgist
áhugasamur með.
mætir í kaffiklúbbinn eins oft og
hann getur. „Undanfarin 13 ár
hef ég haft vetursetu í Bandaríkj-
unum, en sonur minn býr þar.
Ég mæti eftir bestu getu í kaffi-
klúbbinn yfir sumartimann og í
kringum jólin," segir Þorkell
Valdimarsson að lokum.
Jón Alexandersson
verslunarmaður
„Eva Perón var otrulega
sjarmerandi!"
Jón Alexandersson hefur verið
viðloðandi kaffiklúbbinn, einsog
hann orðar það sjálf-
ur, frá árinu 1954.
Hann hefur lifað
óvenju viðburðaríku
lífi og þyrfti heila bók
til að skrásetja það.
„Ég kom heim frá
Danmörku árið
1947, en þar hafði ég m.a. ver-
ið í leiklistarskóla í Árósum og f
verslunarskóla, og fór beint aust-
ur á Hellu þarsem ég setti á stofn
flísaverksmiðju með Ingólfi Jóns-
syni,“ segir Jón. „Síðan fór ég
til Argentínu með góðan slatta
af peningum í vasanum og ætlaði
að setja upp sams konar flísa-
verksmiðju þar en loftslagið var
of heitt og rakt til að það gengi
upp. Þetta var á meðan Perón var
við völd og ég fór og hitti Evu,
konu hans, eða Evítu, og talaði
við hana um þessa fyrirhuguðu
flísaverksmiðju," segir hann.
„Þegar ég var á leið til Argent-
inu kynntist ég manni sem vann
hjá BBCsem útvarpsþulur. Hann
var fæddur í Argentínu og hafði
góð sambönd þar. í gegnum
Rótarýklúbbinn hans komst ég á
fund Evítu," segir Jón. „Hún var
skolli skemmtileg kona, hún þótti
frek en mér fannst hún ótrúlega
12 Vikan
sjarmerandi. Hún var dáð af öll-
um almenningi, enda gerði hún
margt fyrir fólk. Hún lét lækka
alla húsaleigu og kom því til leið-
ar að læknar voru skyldaðir til að
vinna ókeypis í tvo klukkutíma á
dag. Hún var eins og guð í aug-
um þeirra efnaminni. Margirvoru
dauðhræddir við hana en okkur
kom vel saman. Hún dó kornung,
blessunin," bætir hann við.
„Fyrst ekkert varð úr flísaverk-
smiðjunni fór ég út í annan bis-
ness í staðinn og gerði það bara
gott. Ég bjó í Argentínu i fimm ár,
frá 1949 til 1954."
Sú spurning vaknar hvort Jón
hafi séð bíómyndina um Evítu.
„Nei, ég er ekki búinn að því
en stefni að því að sjá hana. Ég
held að Madonnu hafi tekist vel
upp í hlutverki hennar," segir Jón
brosandi.
„Um svipað leyti og ég kom
heim frá Argentinu fór ég að hitta
strákana i kaffiklúbbnum."
Frumkvöðull í símasölu
Þremur árum síðar, eða árið
1957, hóf Jón útgáfu Eldhúsbók-
arinnar sem varð strax afar vin-
sæl og seldist vel. Jón seldi út-
gáfuréttinn að henni fjórum árum
síðar og sneri sér að öðru. Áskrif-
endur voru þá orðnir 11 þúsund
talsins og Eldhúsbókin var út-
breiddastatímarit landsins. Hún
kom út í rúm tuttugu ár, var í
stærðinni A4 ogyfirleittátta blað-
síður að lengd. ( henni mátti
finna bæði matar- og handa-
vinnuuppskriftir, heilræði, viðtöl
og fróðleiksmola, svo fátt eitt sé
nefnt.
Jón var fyrsti maðurinn sem
seldi heimilistryggingar í gegnum
síma. „Þetta voru mikil uppgrip,“
segir hann. „Það voru mörg þús-
und manns sem fengu sértrygg-
ingu í gegnum þessa símasölu.
Skömmu síðar, eða snemma á
sjöunda áratugnum, var ég beð-
inn um að selja áskriftir að dag-
blaðinu Vísi á þennan hátt og það
gekkalvegglimrandi vel. Égnáði
15 þúsund áskrifendum. Þetta
bjargaði alveg fjárhag Visis sem
þá stóð völtum fótum," bætir
hann við. „Símasölumennska var
algjörlega óplægður akur á þess-
um tíma og þetta gerði þvílíka
lukku að það fóru allir út í að
hringja. í dag er ekki nokkur frið-
ur fyrir símasölumönnum, það
erekki nokkurhemja," segir Jón.
„Maður þorði að taka áhættu
á þessum árum og um tíma
skuldaði égeinhverósköp í bönk-
um en borgaði það auðvitað allt
saman," segir hann.
Alveg er óhætt að segja um Jón
að hann sé kræfur karl og hraust-
ur, kominn á áttræðisaldur. Hann
greindist með vott af sykursýki
fyrir nokkrum árum en hefur tek-
ist að halda henni niðri. En hver
ergaldurinn á bakviðgóða heilsu
hans og hraustlegt útlit?
„Þegar ég vakna á morgnana
Huað uar í gangi árið 1955P
Á sjötta áratugnum voru (slendingar að byrja að teygja úr sér og
ferðalög til útlanda voru að aukast. Gullfoss var á fullri ferð á
milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar með viðkomu í Leith. Al-
gengt var að menn sigldu aðra leiðina og flygju hina. Árið 1955,
þegar kaffiklúbburinn var tíu ára gamall, var hið mikla bílainnflutn-
ingsár. Stjórnvöld fóru í samkeppni við svarta markaðinn í bíla-
leyfum. Gætu menn fengið gjaldeyri á svörtum markaði var nóg
að snapa innflutningsleyfi og hægt var að græða frá 20 þúsund
krónum upp í 70 þúsund. Þá voru mánaðarlaun um 2.500 - 4.000
á mánuði fyrir skrifstofu- og verslunarstörf. Fjárlög ársins 1955
voru 515 milljóniren velta Sambandsins þetta árvartöluvert hærri
eða 528 milljónir króna. Menn deildu um hvort SÍS væri auð-
hringur því það velti meiru en íslenska ríkið. Enginn í kaffiklúbbn-
um velktist í vafa um það.
byrja ég á því að búa um rúm-
ið," segir Jón hressilega. „Síðan
fæ ég mér heitt vatn með mat-
skeið af eplaediki út í en það
víkkar út æðarnar. Ég tek töflu
af fjölvítamíni með," bætir hann
við. „Þá sest ég I sófann í stof-
unni og fæ mér kaffi og brauð-
sneið. Síðan reyki égfyrstu sígar-
ettu dagsins. Eftir það klæði ég
migog raka. Á milli klukkanfjög-
ur og fimm hita ég mér mat sem
éghef keypttilbúinn úti íbúð. Ég
borða ekkert meira en þetta,
brauðsneið á morgnana og heit-
an mat síðdegis," segir Jón.
„Læknirinn minn er ánægður
með mig og er löngu hættur að
skipa mér að hætta að reykja. Ég
bý í miðbænum og fæ mér alltaf
góðan göngutúr daglega um
Austurvöll. Svo keyri ég enn bíl-
inn minn og er duglegur að fara
á honum að heimsækja dætur
mínar," segir hann. „Ég hef
alltaf nóg að gera og það er gott
fyrir heilsuna.
Ég hitti strákana yfirleitt á
hverjum föstudagsmorgni. Sum-
ir okkar mæta vikulega en aðrir
koma bara endrum og sinnum,"
segir Jón. „Strákarnir eru allir
þekktir menn á sínu sviði oggam-
an að þeim," bætir hann bros-
andi við. „Við ræðum um alla
heima og geima og stjórnmál
koma eðlilega stundum við sögu
þótt við rífumst kannski ekki um
þau. Égvarreyndaraðskammast
út í Davíð Oddsson um daginn
og þá rauk einn úr hópnum upp.
Mér finnst Davíð koma illa fram
við gamalt fólk og það þoli ég
ekki. Að hækka ellilaunin um
100 krónur á mánuði er bara
hlægilegt. En þetta er auðvitað
mín prívatskoðun," segir Jón og
fer út í aðra sálma.
„Á nokkrum mánuðum höfum
við misst þrjá góða menn úr
hópnum. Magnús Valdimarsson í
Pólum lést fyrir nokkru og einnig
Árni Kristjánsson, konsúll fyrir
Holland (faðir Hans Kristjáns
Árnasonar). Núna síðast lést Sig-
urður Egilsson, sonur Egils Vil-
hjálmssonar. Þetta voru allt góð-
ir menn ... gaman að þessum
körlum," segir Jón að lokum.