Vikan - 07.11.2000, Blaðsíða 65
Þórunn Stefánsdóttir þýddi
bæla niður þutu gegnum huga
hennar. Myndir af Daniel og
Patriciu saman í rúminu og
myndir af Daniel eins og hún
sjálf hafði kynnst honum kvöld-
inu áður. Myndir af honum þeg-
ar hann vaknaði, horfði á kon-
una sem svaf við hliðina á hon-
um og teygði sig eftir símanum
til þess að láta vita að honum
seinkaði. Það var svo auðvelt
fyrir hann að láta sem hann væri
að heimsækja hana sem skjól-
stæðing þótt hann væri raun-
verulega ...
Hún kyngdi og ákvað að vera
óvægin við sjálfa sig: Haltu
áfram, viðurkenndu það.... við-
urkenndu það ... ígærkvöldi fór
hann beint úr faðmi þínum til
hennar. Hann eyddi nóttinni
með henni og það var ekki einu
sinni nóg. Hann gat ekki slitið
sig frá henni í morgun.
Sársaukinn var erfiðari en
nokkuðsem hún hafði upplifað.
Hann brenndi hörund hennarog
skein úr augum hennar. Anne
virti hana fyrir sér þegar hún
komtil baka meðvatnsglasiðog
sagði ákveðin: ,,Það er alveg
hræðilegt að sjá þig. Ertu viss
um að þú ...?“
,,Ég er með svolítinn höfuð-
verk, það er allt og sumt," svar-
aði Charlotte. Að lokum tókst
henni að sannfæra Anne um að
sér liði miklu betur. Hún velti
því samt fyrir sér hvort hún ætti
ekki að grípa tækifærið, segj-
ast vera veik og ætla að fara
heim. Hún hefði greinilega
smitast af flensunni sem var að
ganga.
Það er ekki of seint, sagði hún
við sjálfa sig. Hún gæti staðið
upp frá skrifborðinu og farið
heim. Anne gæti staðfest veik-
indi hennar ef einhver spyrði
um hana.
Ef til vill gæti hún tekið sig
saman í andlitinu ef hún yrði
heima í nokkra daga. Ef til vill
gæti hún komið lífi sínu aftur í
fastar skorður.
Hún ætlaði að fara að standa
upp þegar dyrnar opnuðust og
Daniel stóð í gættinni.
,,Charlotte, ég þarf að tala við
þig-“
Hún heyrði það strax á rödd-
inni að hann ætlaði ekki að tala
um vinnuna.
Hvað skyldi hann vilja segja
mér? hugsaði hún biturlega. Að
það sem gerðist kvöldið áður
hafi verið mistök? Að hann yrði
henni þakklátur ef hún gæti lát-
ið sem ekkert hefði gerst?
Gott og vel, tveir gátu leikið
þennan leik. Hún stóð upp og
sneri sérfrá honum. Neglurnar
grófust inn í lófa hennar þegar
hún barðist við að halda rödd-
inni eðlilegri.
,,Ef þú ætlartala um það sem
gerðist í gærkvöldi er það al-
gjör óþarfi," sagði hún.
„Charlotte ..."
Hún lét sem hún heyrði ekki
skipunina í rödd hans og hélt
áfram. „Við erum fullorðiðfólk.
Það sem gerðist var ... ég verð
að vera heiðarleg við þig, jafn-
vel þótt ég sé hrædd um að við
höfum gengið aðeins of langt.
Ég vartrúlofuð, einsog ég sagði
Richard þegar ég byrjaði að
vinna hérna. Við Bevan slitum
trúlofuninni fyrir nokkrum mán-
uðum ... mér þykir leittað verða
að viðurkenna það en ... satt
að segja saknaði ég Bevans,
fyrrverandi kærasta míns, í gær-
kvöldi þannig að ... það sem
gerðist á milli okkar hafði ekk-
ert með þig að gera ... það var
eingöngu kynferðislegt."
Charlaotte kveinkaði sér, hún
lagði það ekki í vana sinn að
skrökva en í þetta sinn neydd-
isthúntil þess, stoltsins vegna.
Hún gat ekki og vildi ekki leyfa
Daniel að verða fyrri til þess að
segja að hún skipti hann engu
máli.
Hún fann kæfandi þögnina
umlykja sig og svo sagði Dani-
el. „Ertu að segja mér að þú
hafir notað mig sem staðgengil
fyrir fyrrverandi kærastann
þinn? Þegar þú snertir mig ...
kysstir mig ... varstu þá í raun
og veru að hugsa um þennan
Bevan?"
Charlotte bað til Guðs að rödd
hans bærist ekki um allt hús-
ið.
LASH SILK er nýjasta framförin í augnháralit með tvöfaldri
virkni.
LASH SILK samsetningin er vítamínbætt með Pro-vitamín B5,
sem gengur inn í augnhárin og gerir þau mjúk og sveigjanleg.
LASH SILK hefur fínar litaagnir sem tryggja góða þekju og
glæsilega áferð.
Að lokum er burstinn sérstaklega hannaður í boga svo
auðvelt er að bretta augnhárin fallega upp á við.
Með því að nota LASH SILK fá augnhárin glæsilega silkiáferð.
Réttur maskari fyrir mismunandi útlit.
Fyrir silkimjúk augnhár:
Max Factor Lash Silk Mascara.
Fyrir 200% þykkingu:
Max Factor 2000 Calorie Mascara.
Fyrir aðlaðandi, löngaugnhár:
Max Factor Stretch Mascara.
Fyrir heilsuræktina:
Max Factor Aqua Lash Mascara ■
vatnsheldur.
Kvikmyndir þar sem Max Factor hefur séð um förðun eru m.a.:
Notting Hill, Titanic, The English Patient, Evita, Ever After, Bugsy Malone, Alien,
Interview With a Vampire, Midnight Express, Anna and the King ...
Útsölustaðir: Snyrtivöruverslanir og apótek. Dreifing Medico ehf.