Vikan - 07.11.2000, Blaðsíða 74
Þegar ég hafði lokið stúdentsprófi bauðst mér
að taka inntökupróf á flugfreyjunámskeið. Ég
ákvað að slá til þar sem flugfreyjustarfið hafði
ætíð freistað mín. Ég stóðst prófið og fljótlega
komst ég að því að flugfreyjustarfið var bæði
meira krefjandi og gefandi en ég hafði gert
mér grein fyrir. Á þessum árum var ég ung og
einhleyp og það fór ekki hjá því að vinnufélag-
ar mínir reyndu að koma mér saman við ýmsa
ágæta menn. Ég leiddi þessa tilburði hjá mér í
öllum tilfellum og væri einhver vinnufélagi
sannfærður um að einhver hæfði mér varð
það oftast til að hleypa í mig ákveðinni kergju
og kulda gagnvart viðkomandi manni. Ég var
fremur óreynd flugfreyja þegar ég var beðin
um að fara í langa ferð með flugfélaginu í fjar-
læga heimsálfu. Ferðin átti allt í allt að taka
þrettán daga og áhöfnin átti að njóta ákveðinn-
ar hvíldar á leiðinni. Fyrir unga hrausta konu
var þetta mikið ævintýri og eitthvað sem mér
datt auðvitað ekki í hug að sleppa.
74 Vikan
Dagurinn sem við lögð-
um af stað í ferðina
rann upp og ég mætti
tilbúin úti á velli.
Pabbi hafði beðið mig að líta
eftir stórum og góðum tölvuskjá
fyrir sig í Evrópu og þar sem við
ætluðum að millilenda þar á
leið okkar á áfangastað sá ég
ekkert því til fyrirstöðu. Ég lof-
aði að líta eftir þessu rafmagns-
tæki fyrir hann þótt ég tæplega
þekkti skjá frá lyklaborði, enda
tölvur ekki jafn almennar þá og
þær eru nú. Aðaláhyggjuefni
mitt var þó að ég vissi ekki hvað
myndi henta pabba mínum
best og passa við hans tölv-
ur. Pabbi minn var hins veg-
ar, eins og hans var von og
vísa, sannfærður um að
dóttir hans myndi geta
bjargað öllum verkefnum
sem hann legði henni í
hendur en ég hafði
ekki jafn mikla trú á
sjálfri mérog hann.
Ég kvaddi samt for-
eldra mína með
bros á vör og
áhöfnin hélt af
stað.
Flugstjór-
inn í ferð-
inni, sem
ég hafði
kynnst áður og
bar mikla virðingu fyrir,
var afbragðsmaður. Þegar
ég kom um borð komst ég að því
að hann hafði tekið son sinn
með sér í ferðina og að sam-
starfskonur mínaráttu varla orð
yfir hversu myndarlegur og fal-
legur sonurinn væri. Þær bentu
mér hvað eftir annað á goðið
og reyndu að fá mig til að færa
honum drykki eða þjónusta
hann á annan hátt. Égtók þessu
öllu mjög rólega, fyrst ogfremst
vegna þess að ég var orðin vön
því að giftar samstarfskonur
mínar töldu það skyldu sína að
koma mér saman við misjafn-
lega áhugaverða
menn en einnig
vegna þess að ég
gat alls ekki komið
auga á það hversu
aðlaðandi maðurinn
var.
Þreytulegur
draumaprins
Ég margbenti
samstarfskonum
mínum á þá stað-
reynd að drauma-
prinsinn þeirra
væri mjög þreytu-
legur og að hann
hefði varla verið
sestur þegar hann
var sofnaður. Þær
hlógu að mér og
fannst það til
marks um dugn-
að mannsins að
afla til heimilis
að hann ætti
svo auðvelt
með svefn
og þær bentu á að sennilega
væri þetta ekki í fyrsta sinn sem
hann ferðaðist með föður sín-
um. Tortryggni mín var hinsveg-
Mér þótti maðurinn einfaldlega
alls ekki aðlaðandi.