Vikan


Vikan - 07.11.2000, Blaðsíða 14

Vikan - 07.11.2000, Blaðsíða 14
Eg vakti í átta mánuði Eg var óhamingjusöm meirihluta meðgöng- unnar og hjónabandið var að líða undir lok þegar ég var langt gengin með barnið. Við hjónin vorum búin að vera gift í þrjú ár og höfðum reynt okk- ar besta til að bæta samskipti okkar en það gekk mjög brös- uglega. Ég varð samt himinlifandi þegar ég komst að því að ég væri með barni og vonaðist til að litli unginn myndi sam- eina okkur. Maðurinn minn varð hins vegar mjög sleginn við þessar fréttir og grát- bað mig um að fara í fóstureyðingu en það kom aldrei til greina af minni hálfu. Hjónabandið hrynur Hann sætti sig smám saman við þá staðreynd að barn væri á leiðinni og við tókum ákvörð- un um að reyna að bæta hjóna- bandiðeinu sinni enn. Þetta var síðasta tilraun og því einkennd- ist hún óneitanlega af örvænt- ingu. Ég þráði ekkert heitara en að við gætum náð sáttum og barnið fengi að alast upp hjá báðum foreldrum sínum. Ég ólst sjálf upp hjá einhleypri móður og hafði alltaf haft það að markmiði að börnin sem ég myndi eignastyrðu þeirrargæfu aðnjótandi að vaxa úr grasi með föðursinn á heimilinu. Kannski var ég blinduð af hugmyndinni um hina fullkomnu kjarnafjöl- skyldu en innst inni varég mjög hrædd um að við myndum skilja. Ég ýtti þeirri áleitnu hugsun frá mérog lagði migalla fram til að við mættum verða hamingjusöm. Til að gera langa sögu stutta þá var meðgangan erfið, bæði líkamlega og andlega. Ég þjáð- ist af stöðugri ógleði og kastaði upp á öllum tímum sólarhrings. Ég var mjög þreytt og þurfti að sofa mikið en þetta ástand mitt fór í taugarnar á manninum mínum. Pierre var franskur og þreyttist ekki á að segja mér hversu hraustar og ,,duglegar“ franskar konur væru á með- göngu og vitnaði þá oftast í hörkutólið hana mömmu sína. Hann neitaði að koma með mér á námskeið sem snerist um meðgöngu og fæðingu og sagði að það væri bara bull því kon- um væri eðlislægt að vita allt um þessa hluti og það væri fá- ránlegtað karlmaðurfæri áslíkt námskeið. Ég grét mig oft í svefn á kvöldin því mér var fyrirmunað að skilja hvers vegna hann gat ekki veriðgóðurog skilningsrík- ur við mig, konuna sem gekk með frumburð hans. Þegar kúl- an fór að stækka og brjóstin líka hló hann stundum hæðnislega að mérogsagði: ,,Aðsjá þig! Þú ert eins og belja!“ Það fór svo á endanum að ég tóká mig rögg og flutti frá honum en þá var ég komin tæpa átta mánuði á leið. Ég bjó hjá mömmu sem reyndist mér mjög vel. Ég var komin með mikinn bjúg og verulega háan blóðþrýsting og þurfti því hvíld og næði. Þótt hækkaður blóðþrýstingur á meðgöngu sé ekki af völdum streitu þá vildi ég ekki taka nokkra áhættu og forðaðist því náin samskipti við Pierre. Við töluðumst þó við og hann fylgd- ist með framvindu mála. Þegar blóðþrýstingurinn var sérlega hár var ég látin liggja í hvíld yfir daginn á meðgöngudeild- inni en fékk að fara heim þeg- ar þrýstingurinn hafði lækkað. Það kom þó að því að ég reynd- ist vera komin með eggjahvítu í þvagið, ég var greind með meðgöngueitrun á háu stigi og var samstundis lögð inn á spít- ala. Kom eins og kallaður Ég var mjög ósátt við að þurfa að liggja svo að segja hreyfing- arlaus í rúminu það sem eftir var meðgöngunnar, sem voru u.þ.b. þrjár vikur, og ég var ósköp lítil í mér. En biðin varð ekki eins löng og búist var við. Að kvöldi annars dagsins á spít- alanum lá ég uppi í rúmi og hugsaði mjög sterkt til barnsins. Ég sagði ákveðið við sjálfa mig, og barnið í leiðinni, að þessu gæti ég ekki staðið í og ég yrði aðeignastbarniðstrax. Éghafði varla sleppt hugsuninni þegar ég missti legvatnið og ég kallaði á Ijósmóður. Ég var svo glöð yfir því að nú væri stóra stundin runnin upp og ég þyrfti ekki að bíða lengur eftir elsku barninu mínu. Ég var drifin inn á fæðingar- stofu en ég hafði hringt í Pierre áður. Hann kom strax til mín á spítalann og var hjá mér allan tímann. Fæðingin var erfið, það tók tólf klukkutíma að koma barninu í heiminn og það var með aðstoð sogklukku sem það leit fyrst dagsins Ijós. Við Pierre grétum af gleði, þreytu og við-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.