Vikan


Vikan - 07.11.2000, Blaðsíða 64

Vikan - 07.11.2000, Blaðsíða 64
sagði hún við sjálfa sig. Alveg einsogöll hin mistökin. Égget bara sjálfri mér um kennt. Ég hefði getað afþakkað boðið um að borða með honum og ég hefði svo sannarlega getað neit- að því að fara með honum í rúm- ið. Hvernig í ósköpunum átti hún að geta komist í gegnum morg- undaginn? Hún sá Daniel í anda koma í vinnuna, nýstiginn upp úr rúminu hjá Patriciu. Sú til- hugsun var meira en hún réð við. Hana langaði mest að flýja og fela sig, neita því að hún hefði nokkurn tíma kynnst manni sem héti Daniel Jefferson og þvertaka fyrir að hún hefði nokkru sinni elskað hann. Bara að hún gæti komist hjá þeirri auðmýkingu að þurfa að standa augliti til auglitis við hann. Hún gældi stuttlega við hugmyndina um að fara aldrei aftur í vinn- una, en vissi að sá möguleiki var ekki fyrir hendi. Hvernig ætti hún að útskýra það fyrir foreldr- um sínum? Hún gat ekki hugs- að þá hugsun til enda. Nei, hún yrði einfaldlega að finna leið til þess að þykjast ekki vita upp á sig skömmina, að láta hann skynja að það sem gerðist á milli þeirra væri eins ómerkilegt í hennar augum og það var greinilega í hans aug- um. En hvernig í ósköpunum átti hún að fara að því? Charlotte settist við skrifborð- ið. Það hafði verið erfitt fyrir hana að koma sér af stað í vinn- una. Jafnvel erfiðara en þegar hún varð að horfast í augu við þá staðreynd aðfyrirtæki henn- ar stefndi í gjaldþrot. Það virtist allt í einu lítið mál miðað við allt það sem hún stóð frammi fyrir núna. Hún grandskoðaði andlit sitt í speglinum í fataherberginu áður en hún fór inn á skrifstof- una. Spegilmyndin staðfesti það sem hún þegar vissi. And- litið bar merki streitu jafnvel þótt hún hefði málað sig vel og vandlega um morguninn. Hún var líka þrútin í kringum aug- un eftir að hafa grátið alla nótt- ina. Hún vonaði að Daniel sýndi henni þá nærgætni að halda sig í fjarlægð. Hann hafði svo oft sýnt það og sannað að hann væri nærgætinn maður, alla vega þegar aðrir en hún áttu í hlut. Vonandi gæti hann sýnt henni sömu tillitssemina. Kvöldið áður hafði hún reynd- ar ekki sagt honum að hún elskaði hann, en hann hlaut að hafa séð ... og skynjað ... og vitað að það sem gerðist á milli þeirra skipti hana miklu máli. Kannski hann hafi einfald- lega tekið þann kostinn að lát- ast ekki taka eftir því, að láta sem áhugi þeirra beggja hafi að- eins verið líkamlegur. Svo var líka til í dæminu að hann hafi ýtt þessu frá sér um leið og hún var farin og einfaldlega flýtt sér á fund Patriciu Winters. Hún heyrði hann opna dyrn- ar inn á skrifstofuna sfna. Hún sat sem lömuð og grúfði sig yfir pappírana á skrifborðinu. Orðin runnu saman fyrir augunum á henni og hún skalf innra með sér. Sekúndurnar og mínúturnar siluðust áfram. Hún lagði við hlustir en ekkert hljóð barst frá skrifstofunni. Dyrnar á milli skrifstofanna héldust lokaðar. Það hvarflaði ekki að henni að reyna að koma neinu skynsam- legu í verk, en hún reyndi þó hvað hún gat að lesa sig í gegn- um minnispunkta varðandi mál sem átti að flytja fljótlega. En hugur hennar var víðsfjarri. Hún stífnaði upp við minnsta hljóð og kveið því að Daniel birt- ist í dyrunum. Klukkan tíu kom Anne með póstinn. „Þú ert alveg náföl,“ sagði hún og horfði áhyggjufull á Charlotte. ,,Þú ert þó ekki að fá magapestina sem er að ganga?" Charlotte hristi höfuðið. ,,Nei, það held ég ekki.“ „Hvaðskyldi Patricia Winters vilja Daniel í þetta sinn?" spurði Anne. „Það hlýtur að vera eitt- hvað áríðandi fyrst hann fór til hennar á leiðinni I vinnuna. Nema auðvitað að þetta sé enn eitt ráðabruggið til þess að ná athygli hans ... Ég sé hana í anda koma siglandi niður stig- ann, klædda einhverju svörtu og kynæsandi. Hún lætur örugg- lega eins og hún hafi verið að vakna þátt fyrir að vera búin að mála sig og greiða sér óaðfinn- anlega." Charlotte skalf eins og hrísla. Henni var flökurt og hnúturinn í maganum stækkaði með hverri mínútunni. „Ertu viss um að það sé ekk- ert að þér?“ spurði Anne. „Þú lítur hræðilega illa út." Charlotte kom ekki upp orði. Hún hristi höfuðið og lokaði augunum til þess að stöðva tár- in. Anne skipaði henni að hreyfa sig ekki meðan hún færi fram til þess að ná í kalt vatn handa henni. Þetta var ekki Anne að kenna. Anne hafði ekki hugmynd um að hún, eða réttara sagt athuga- semdir hennar, hefðu valdið vanlíðan hjá Charlotte. Hvers vegna fannst henni hún vera ein og yfirgefin? Hún hafði vitað að Daniel ætlaði til Patriciu. Hún hafði heyrt slúðrið á skrifstof- unni um hvernig Patricia gekk á eftir Daniel með grasið í skón- um. Gott og vel, starfsfólkið stóð í þeirri trú að hann hefði engan áhuga á Patriciu. Charlotte var þjálfuð í því að hugsa rökrétt ogöll rök bentu til þess að það væri enginn vafi á því að Daniel og Patricia væru elskendur. Allar hugsanirnar sem hún hafði af öllu megni reynt að Mikiö úrval af nýjum prjónauppskriftum frá Dale. Garn og uppskriftir í flestum hannyröaverslunum landsins. (y) Skólavörubúðin - Árval Heildsöludreifing slmi 5 64 3 23 2 64 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.