Vikan - 07.11.2000, Blaðsíða 48
bakað þessa gomsætu
perutertu við hátíðleg til-
efni í rúm fjörutíu ár.
„Þessi terta hefur alltaf gengið
undir nafninu „Nammi, nammi-
gott, gott“ hjá börnunum mín-
um fjórum. Ég hef ekki kunn-
>- að við að segja þeim, þótt þau
~ séu flest komin yfir fertugt, að
= þetta sé bara peruterta," segir
“ “ Bryndís brosandi. „Reyndar er
n = hún ögn frábrugðin venjulegum
a ® perutertum að því leytinu til að
31 ^ égsetdöðlusultu á botninn áður
= | en perurnar og kremið koma
~~ ofan á. Það er líklega galdur-
inn,“ bætir hún við. Bryndís
o ■■ gefur uppskrift af „glasabotn-
~ um" sem er afar einföld
x = svamptertuuppskrift. „Þaðþarf
“ s bara að gæta þess að öll glösin
séu jafnfullsegir hún. „Þetta
útskýrist betur í uppskriftinni.
Reyndar þarf bara einn botn í
perutertuna en ég hef fryst hinn
og geymt til betri tíma nema
ég eigi von á þeim mun fleiri
gestum, þá geri ég tvær
perutertur. Ef tíminn er naum-
ur er auðvitað hægt að kaupa
tertubotna úti í búð.“
Peruterta að hætti Bryn-
dfsar
Glasatertubotnar:
3 egg
sykur (sjá aöferð)
2 msk. kartöflumjöl
2 tsk. lyftiduft
hveiti (sjá aöferö)
Döðlusulta:
I pk. döðlur
safi úr einni perudós
(má nota ferskjusafa)
Byrjið á að taka þrjú jafnstór
glös. Brjótið þrjú egg í eitt þeirra
og setjið sykur í það næsta,
þannig að hann sé jafnmikill
og eggin í glasinu. Setjið síðan
kartöflumjöl og lyftiduftið í
þriðja glasið og fyllið upp með
hveiti. Jafnhátt þarf að vera í
öllum glösunum þremur. Það
eru eggin sem stjórna magninu
af hinu. Þeytið egg og sykur
saman þar til blandan verður
létt og Ijós. Blandið síðan þurr-
efnum saman við og setjið í tvö
form. Bakið við 180 gráða hita
í u.þ.b. 10-15 mínútur.
Döðlurnareru soðnar í ávaxta-
safanum þar til þær eru orðnar
að mauki.
Krem:
3 dl þeyttur rjómi
70-100 g brætt súkkulaði
3 eggjarauður
1 msk. sykur
3-4 blöð matartím
1 heildós perur (safi og
perur)
Setjið matarlímið í bleyti í
kalt vatn í fimm mínútur.
Kreistið mesta vatnið úr því,
bræðið yfir vatnsbaði og kælið
í smá stund. Súkkulaðið er
einnigbrættogkælt. Rauðurnar
eru þeyttar með sykrinum og
þeytta rjómanum bætt út í. Síð-
an er súkkulaðinu og síðast
matarlíminu hellt út í, varlega
í mjórri bunu til að kremið fari
ekki í kekki. Gott er að bleyta
botninn með ávaxtasafa, peru-
eða ferskjusafa. Hann er síðan
smurður með döðlusultunni og
perunum (u.þ.b. sjö perum)
raðað ofan á. Þegar kremið hef-
ur þykknað svolítið er það sett
yfir tertuna.