Vikan


Vikan - 16.02.1984, Side 12

Vikan - 16.02.1984, Side 12
Fátt er jafnnotalegt á viðkvæmum stundum í lífinu og að heyra kunnuglegar raddir rabba um heima og geima. Þeir sem þurfa að taka örlagaríka ákvörðun á hverjum morgni - að vakna - þekkja þetta allra manna best. Raddir þeirra Hrafnhildar Jónsdóttur, Kolbrúnar Halldórsdóttur, Kristínar Jónsdóttur og Stefáns Jöknlssonar þekkja flestir áðurnefndir og eflaust allir þeir sem eru morguníhressir. Sumir hafa sjálfsagt spurt sjálfa sig að því hvaða fólk þetta sé því synd er að segja að það hafi verið að bera sjálft sig á torg. Og þó einhverjir glati ef til vill myndunum sem þeir hafa gert sér af þeim í huganum með því að spyrja þau hreint út og sjá myndir af þeim í þokkabót er þó bót í máli að þau hafa frá nógu mörgu að segja um sjálf sig og tilveruna til að sanna að sannleikurinn er yfirleitt miklu meira spennandi en draumarnir. KOLBRÚN HALLDÚRSDÚTTIR: ELDURINN ER MITT ELEMENT „Ég er 28 ára og útskrifaðist með verslunarpróf frá Verslunar- skólanum ’72 — sem aldrei skyldi verið hafa. Alltaf síðan hef ég verið sett í stjómir og bókhald og vélritun þar sem ég hef komið. ’74 fór ég í Leik- listarskóla leikhúsanna sem ásamt SÁL-skólanum varð að Leiklistarskóla íslands 1975. Þaðan útskrifaðist ég í apríl ’78. Síðan hef ég ekki í skóla komið nema á námskeið. Það er nauð- synlegt fyrir leikara að vera alltaf að bæta við sig og enduraýja kunn- áttu sína. Fyrsta árið eftir skólann var ég leikari og hvíslari hjá Iðnó, síðan hef ég komið nálægt ýmsu, var ritari hjá listahátíð. Og síðar, frá ’81 til hausts ’83, var ég ritari í Leiklistarskólanum og svo hef ég starfað mikið í Alþýðuleikhúsinu. Á skólaárunum vann ég fyrir mér sem hvíslari. Úr því starfi á ég góðar minningar.” Sjónvarp og fleira „1980 var ég ófrísk og datt dálítið út, augasteinninn, Orri Huginn, 3 og 1/2 árs nú, var erfiður fyrsta árið. Ég sneri mér meir að leikstjórn þegar fram í sótti. Svo hef ég verið með námskeið í skólum og unnið með áhugahópum. Ég var hálf-föst uppi í Fella- skóla í nokkur ár. Maður lærir mikið af því sjálfur að rifja upp það sem maður hefur lært svona rétt eftir að maður lýkur námi. Námið í leiklistarskóla er svo yfir- gripsmikið að maður kemst ekki yfir að vinna úr því nema á löngum tíma. í Fellaskóla setti ég til dæmis upp sýningu, söngleik eftir Magnús Pétursson, Litlu stúlkuna Úr sýningu Nemendaleikhússins- Slúðrið eftir Flosa Ólafsson. Bún- ingarnir eru hannaðir af Messíöno Tómasdóttur. með eldspýturaar, og fór síðaö með hana í sjónvarpið. Það var góð reynsla. Ég hafði áður veri með ýmislegt í Stundinni okkar meðan Bryndís var með hana, það var oft erfitt. Maður fe stúdíó í mesta lagi dagspar • Þegar ég setti Litlu stúlkuna ®e eldspýturaar upp fékk ég *lU'. vegar þrjá daga í stúdíói og a 1 mjög gott samstarf við alla sero að verkinu stóðu, ekki síst vl Baldvin Björasson sem gerði lei myndina. Það var skapandi samstarf. í leikhúsi, útvarpi og sjónvarp^ eru möguleikar miðlanna allt o sjaldan notaðir til fullnustu. er dottið niður í eitthvert far se er notað og notað og notað 0 notað og notað, þar til það er or i svo útjaskað að það tekur eng talL r eo Við höfum öll okkar grensur, <- því ekki að kanna hvar þær eru o^ hvað er hinum megin við Þær' Þær eru svo miklu víðari e maður heldur.” „Ég er grænmetisæta af prinsippástæðum. Mér finnst ómóralskt að ala upp dýr til að éta. Bóndinn bjargar lifi lambsins með því að hlýja þvi i ofni, kannski til að steikja það í sama ofni og éta." IX Vikan 7* tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.