Vikan


Vikan - 16.02.1984, Blaðsíða 18

Vikan - 16.02.1984, Blaðsíða 18
VICKY MARTIN Þakið lak og það voru næstum því tveir mánuðir síðan ég hafði séð vin minn, vin minn sem var skilningsríkur í sambandi við leka... sem var sama þótt hann þyrfti að ganga úti á þaki í rigningu... sem ég vildi vera með allan daginn, alla daga. 18 Vikan 7, tbl. Gærdagurinn var einn af þessum dögum. Ég vaknaði með trega, vitandi að það var allt of snemma dags en eitthvað ýtti viö mér. Vatnsleki. Ég heyrði vatn leka, reglulega eins og yfirþyrm- andi höfuðverkur. Ég var með höfuðverk, en vatnið? Það er furðulegt hvað maður getur verið fljótur að fara fram úr rúminu, finna fötu og setja hana undir lek- ann í loftinu. Litla íbúðin mín á efstu hæð, þrjú herbergi í risi þar sem þak- rennur mætast og vatn safnast saman og liggur í pollum, á það til að leka. Það er auðvelt að komast út um svefnherbergisgluggann, ganga á hallandi þakinu og hleypa úr rennunni. Auðvelt, það er að segja ef tilhugsunin ein saman kemur hnjánum á manni ekki til að skjálfa og hjartanu til að slá hræðilega hratt. Einu sinni átti ég vin sem gat gengið þarna úti eins og hann væri á breiðri gangstétt, vin sem var skilningsríkur í sambandi við vatnsleka. . . Ég sat og horfði á vatnið mynda lítil tár í loftinu og detta ofan í fötuna. Þar sem það var laugar- dagur sá ég að ég gæti, ef á þyrfti að halda, haldið áfram að tæma fötuna allan daginn. Eða reynt að safna nógu miklu hugrekki til að fara út á þakið. En tilhugsunin um það kom mér til að fara inn í eld- hús og fá mér kaffi og þrjár rist- aðar brauðsneiöar með marme- laði. „Hvað geröir þú í dag, Sallý?” „0, ég tæmdi vatnsfötur og sat í gluggakistum og bölvaði sjálfri mér fyrir kjarkleysi. Og ég borðaði mikið af ristuðu brauöi.” Einu sinni átt ég vin sem stríddi mér þegar ég borðaði of mikið. Vegna þess að hann var lítill sagði hann að ef ég fitnaði gætum við ekki notað gallabuxurnar hvort af öðru. En ég var eiginlega aldrei svöng þá. Ekki eins og núna þegar ég borða bara til að hafa eitthvað fyrir stafni. Eftir tvo tíma til viðbótar í bólinu fór ég á fætur, tæmdi fötuna og borðaði aftur morgunverð. Ég klæddi mig og ákvaö að taka til í íbúðinni: fara síðan út og auglýsa í dagblaöi eftir einhverri til aö deila með mér íbúðinni og hjálpa mér að borga leiguna, einhverri sem væri reiðubúin að ganga úti á þaki í rigningu og losa stíflur í niðurföllum, smávaxinni, hug- rakkri stúlku sem líkaði við ketti. Þetta er íbúð sem hentar smá- vöxnu fólki og ég féll fyrir henni b b 6 6 6 b um leið og ég fyrst leit hana augum, hreifst af hallandi risinu og djúpum gluggunum. Ég málaði öll herbergin og lét mig dreyma um að vinur minn mundi biðja mig að giftast sér. Ég hafði þekkt hann í þrjá mánuði þá. Það er lítið herbergi sem hann hefði getað unnið í. Hann varð að eyða svo miklum tíma í próflestur. Svo mörgum kvöldum. Ég gat ekki skilið það. Ég vildi að hann hætti því og kæmi með mér út. Það var eins og ég vaerj vinkona tvisvar í viku en ég vildi vera vinkona allan daginn, alla daga, öll kvöld, allar nætur. Ég var alltaf að fara í heimsókn til hans, trufla hann, hringja í hann- Ég elskaði hann svo heitt. Hvers vegna er alltaf svo auðvelt að koma auga á mistökin þegar maöur lítur aftur í tímann? Eftir að ég hafði brotið fallega postulínskönnu við að reyna að taka allt niður úr hárri hillu ^ þreyttist ég á hreingerningunum- Ég tíndi upp öll brotin og lét þau 1 stórt umslag í pappakassanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.