Vikan - 16.02.1984, Qupperneq 20
SMAAUGLÝSINGAÞJÓNUSTA
VID GETUIi
IETT l>ER SPORIN
OG AUDVELDAD ÞÉR FYRIRHÖFN
• Afsöl og sölutilkynningar bifreiða
• Húsaleigusamningar (löggiltir)
• Tekiö á móti skriflegum tilboðum
Við viljum vekja athygli á að þú getur látið okkur sjá
um að svara fyrir þig símanum. Við tökum á móti
upplýsingum og þú getur síðanfarið yfir þær í góðu tómi
virka daga kl. 9—22
OPIÐ: laugardaga 9—14
sunnudaga kl. 18—22
Tekið er á móti myndasmáauglýsingum og
þjónustuauglýsingum virka daga kl. 9—17.
SÍMIIMN ER 27022.
ATHUGIÐ
Ef smáauglýsing á að birtast í helgarblaði
þarf hún að hafa borist fyrir kl. 17föstudaga.
SMÁAUGLÝSINGADEILD,
ÞVERHOLT111, SÍMI 27022.
þeir. Það hafði verið skýrt tekið
fram strax frá byrjun aö starfið
væri aðeins til bráöabirgða, sögðu
þeir. Það fékk ekki mikið á mig
þá. Ég var of dösuð yfir hinum
missinum í lífi mínu.
Ég taldi upp leiðindi mín: sár
fótur, höfuöverkur, blautur botn
eftir bekkinn í garðinum, atvinnu-
leysi, einmanaleiki, þak sem lak.
Það hefði átt að koma mér til að
hlæja, þetta var svo hræðilegt.
Ég reyndi aö segja sjálfri mér
að brátt kæmi vor. Þá mundu
páskaliljur og ný, græn laufblöð
blómstra og yfirmenn yrðu bjart-
sýnir og byðu skrifstofustúlkum
roknalaun. En fóturinn á mér var
oröinn mjög stífur og það var farið
að dimma svo ég hélt heimleiðis.
Klukkan var orðin sex þegar ég
náöi heim. Skjálfandi í ganginum
niðri teygði ég mig inn í litla
skápinn þar sem ég skil lykilinn
minn alltaf eftir. Hönd mín snerti
tóma hillu. Enginn lykill.
Ég settist í stigann og tæmdi
töskuna mína. Ég reyndi að vera
róleg. Mín eina von var sú að ég
hefði ekki læst. Stundum gleymdi
ég að setja la^singuna á. Ég
haltraði upp þrjá stiga og fann
blóð streyma úr skurðinum á
fætinum á mér. Ég kom að
hurðinni minni, ýtti á hana og,
guði sé lof, dyrnar opnuðust!
Ég grét af gleði. Það hljómar
frámunalega en gleðin yfir því aö
vera fyrir innan í staöinn fyrir að
vera læst úti var svo ákaflega
mikil — og dagurinn hafði veriö
svo hræðilegur. Þegar ég stóö
grátandi rétt fyrir innan dyrnar
kom vinur minn úr eldhúsinu,
gekk til mín stórum skrefum og
tók mig í fang sér. Hann fór með
mig aö sófanum, lét mig hvíla fót-
inn, braut upp gallabuxurnar mín-
ar og skoðaði sárið.
„Sögðu þeir þér ekki að þú ættir
ekki að ganga um allan daginn? ”
,,Ég hélt að ég hefði læst mig
úti!”
„Hvað varð um aukalykilinn og
hinn aukalykilinn ? ’ ’
„Týndi þeim!”
Hann bjó til te og kom og sat á
hinum enda sófans, hélt um fótinn
á mér og horfði á mig með kunnug-
legum reiðisvip yfir brúnina á
bollanum. Það var löng þögn.
„Hvers vegna komstu hingað í
dag?”
„Elsie sagði mér hvað hafði
gerst. Hún sagði: „Þessi klikkaða
vinkona þín, sem var alltaf að
hringja, kom inn í dag. Varö fyrir
bíl. Ljótur skurður á fætinum á
henni.” Svo ég varö að koma og
sjá hvort það væri allt í lagi með
þig.”
Ég kinkaði kolli og þaö var
hræðilegur kökkur í hálsinum á
mér vegna þess að þetta var
aöeins góðsemi. Einskær, hræði-
leg, ástlausgóðsemi!
„Jæja? Eralltílagi meðþig?”
Ég hristi höfuðið.
„Ekki mig heldur. Ég vinn alltof
mikið. Ég hlæ aldrei. Það er eng-
inn til að stoppa mig, til að trufla
mig og láta mig borða eða draga
mig út í göngutúr eða bara draga
hugann frá náminu svo að þegar
ég byrja aftur er ég endurnærður
og get einbeitt mér. Enginn til að
spyrja þegar ég skildi ekki það
sem ég var að reyna aö læra og
koma til aö trufla mig svo ég
þyrfti ekki að viðurkenna það
fyrir sjálfum mér. Enginn til að
vekja áhuga minn á biluðum hlut-
um, stífluðum niðurföllum, brotn-
um vösum og sprungnum dekkj-
um á reiðhjólum... ”
„Seldihjólið! Missti vinnuna! ”
Hlæjandi, grátandi, það er sami
léttir. Næstum því ómögulegt að
trúa því að hann sé hér aftur,
nálægt mér, andlit hans nálægt
mínu. Ég hafði gleymt svo mörgu
í fari hans.
Eftir dálitla stund sagðist hann
ætla að búa til kvöldmat handa
mér. Hann gekk flautandi inn í
eldhús. Þegar hann kom aftur til
baka og hélt hreykinn á matar-
bakka var ég svo upptekin af að
horfa á andlit hans og reyna að
trúa því aö hann væri virkilega
hér að ég gleymdi vatnsfötunni
undir lekanum og hann sá hana
aldrei...
Tómatsúpan flaut framhjá mér,
skálarnar lentu á hvolfi á teppinu-
Sama var að segja um ostabrauð-
ið. Það er ótrúlegt hvað tómat-
súpa getur sullast langt þegar hún
dettur úr hæð.
Ég hafði gleymt því hvað hann
getur orðið reiður yfir kjánalegum
litlum atvikum og ég gat ekki hætt
að hlæja. Það gerði hann enn
reiðari.
„Þetta er bara svona dagur,
sagði ég við hann. Hann var ekki
reiður lengi. Við þurrkuðum upP
sulluganginn, létum 'fötuna aftur
undir lekann og fórum út að borða
í staöinn.
Gærdagurinn var bara svona
dagur sem kemur einu sinni a
lífstíð.
20 Vikan 7. tbl.