Menntamál - 01.04.1931, Blaðsíða 6

Menntamál - 01.04.1931, Blaðsíða 6
52 MENNTAMÁL ingar hans ennþá huglægari en kenningar Rousseaus. Um gagn- fræðakennslu fæst hann tiltölulega litið. Merkilegt er, a8 hann talar fátt eitt um kennslu trúarlær- dóma og sögu. Ólíkur er hann Rousseau i því, aÖ hann finnur nau'ðsyn þess að þroska tilfinningalif barnsins þegar á unga aldri. En hann vill gera það með því móti, að barnið kynnist þeim atburðum og umhverfi i lífinu sjálfu, sem ver-ka á til- finningar þess, en ekki hitt, að orð kennarans eða námsbók- anna geri það. Hann lætur skólabörn sín í Stauz vakna til með- aumkunar með öðrurn börnum, sem lcnt hafa i sants konar raunum og þau sjálf. Og hann lætur þau njóta gleðinnar af þvi, að rétta öðrum hjálparhönd af fúsum vilja. En hann tal- ar ekki mikið um það við þau. Um lærdómsgildi dyggðar- innar fylgir hann frekar að málum Aristóteles en Plató. Pestalozzi skildi vel, að persónuleg áhrif kennarans máttu sín mikils. Það sýnir hann hezt i Lénharði og Geirþrúði, þeg- ar hann lýsir þeim áhrifum, sem Geirþrúður hafði á skyldu- lið sitt og nágranna. En í kennslufræðinni sjálfri sýnir hann einhliða regiufestu. Hann vildi ekki, eins og Rousseau, láta nemendurna brjótast áfram upp á eigin spýtur og eiga það á liættu að fara villir vegar; hann dáir ekki svo mjög sjálf- stætt framtak, dirfsku og þrautseigju í þekkingarleit nemand- ans. Hitt er honum meira i mun, að nemandinn sé leiddur beinustu leið „frá skýrri skoðun til augljósra ályktana“, en þó þannig, að hann verði sjálfur fyrir því að hafa. Þegar á undan Pestalozzi höfðu Mannvinimir í Þýzkalandi liagnýtt hugmyndir Rousseaus í skólamálum. Aðdáun Rouss- eaus á náttúrunni kom þeim til að ætla náttúrufræðinni svo mikið rúm og tima á kennsluskrá sinni, að undrum sætti á þeim tímum. Ennfremur fóru þeir í leiðángra með nemendum sínum, kenndu þeim handavinnu og garðrækt, til þess að æfa sem bezt athygglisgáfu þeirra og láta þá starfa sjálfa. Mannvinaskólarnir voru háðir nytsemisstefnunni, sem náð hafði föstum tökum í Þýzkalandi á átjándu öld, eins og annars staðar. En nú kernur fornmenntastefnan nýja (nyhumanisme)

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.