Menntamál - 01.04.1931, Blaðsíða 11

Menntamál - 01.04.1931, Blaðsíða 11
MENNTAMÁL 57 listamenn, sem annars telja ]rað ekki virðingu sinni samboðið að ræða uppeldismál. En tímarnir breytast, og athyglin dróst brátt frá því fagur- fræðilega og að þvi siðferðilega i uppeldismálunum. En frarn- ar öllu börðust umbótamenn fyrir því, sem nefnt hefir verið starfrœkt uppeldi. Merking þeirra arða er nokkuð á reiki. Stundum er átt við sjálfstarf barnanna yfirleitt, stundum handa- vinnu og líkamserfiði i ýmsum myndum. Og stundum er átt við það uppeldi, sem beinist að framleiðslustarfsemi — líkam- legri eða andlegri — og gerir hana að takmarki og tilgangi uppeldisins. Þeir uppeldisfræðingar vorra tíma, sem þessari stefnu fylgja, hafa einnig oft hneigst að því, sem kalla mætti frjálst uppeldi. Þeir vilja, eins og Roussseau, sem telja má brautryðjanda starf- ræns og frjáls uppeldis, létta af börnunum skólaokinu, svo að þau geti vaxið og þroskast í samræmi við sitt eigið eðli og náttúru. Lco Tolstoj og Ellcn Kcy hafa bæði barist fyrir frjálsu uppeldi. Sú kennsluaðferð, sem l)ezt er sniðin eftir þess- ari stefnu, er þó víst Dalton-aðfcrðin, sem ungfrú Parkhurst hefir sett sarnan og iðkað um nokkurra ára skeið. Fræðslu barna frá níu ára aldri og upp eftir er þá hagað líkt og há- skólafræðslu. Lexíur eru engar um hönd hafðar, en við og við eru börnin látin hlýða fyrirlestrum. Aðalstarf kennarans er það, að sjá börnunum fyrir verkefnum, sem þau vinna úr upp á eigin spýtur, fá aðeins stuttar bendingar, t. d. um það, hvar þau eigi að leita i bókum. Annar meginþáttur í starfi kennarans er sá, að fara yfir og athuga úrlausnir barnanna, sem oftast eru skriflegar. Nú á síðustu áratugum hefir viða verið reynd sjálfstjórn i skólurn. í Bandaríkjunum var gripið til þess ráðs til umbóta í barnaskólum, þar sem mjög erfitt hafði reynst að halda stjórn og reglu. Fyrsta tilraunin gafst vel og varð til þess, að svip- aðar tilraunir voru gerðar viðar, bæði i Ameríku og Evrópu. Eitt af þvi, sent sérkennir umbótaviðleitni í skólamálum vorra

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.