Menntamál - 01.04.1931, Blaðsíða 16
Ó2
MENNTAMÁL
ingsbáta, skip, áhöld, flugvélar og fleira. Mikla rækt leggja
Englendingar við að kenna börnurn og unglingum að teikna og
mála. Getur að líta bæði teiknaðar og málaðar myndir á kennslu-
stofuveggjunum. Hafa nemendur gjört þær. Nemendur teikna
ýmsa hluti, ávexti, tré, hús, verkfæri, vagna, vélar, dýr og
fleira, sem fyrir augun ber.
Eftir að börnin korna heim á daginn úr enskum skólum,
mega þau hvíla sig. Þeim er ekki sett fyrir að læra heima..
Þykir ærið nóg starf þeirra í skólunum, þótt þeim sé ekki
ofþjakað með lexíulestri heima. Oft sjást unglingarnir inni
í safnahúsum, þótt ekki sé skólatími. Er mikill ánægjusvipur
á ungu piltunum, þegar þeir eru að skoða vélarnar og athuga
mismuninnn á frumsmíðinni og fullkomnun ný-tízku vélanna.
Geta unglingarnir lesið sögu margra uppgötvana inni i safna-
húsunum. Sjá þau þar, hvernig einn hagleiksmaðurinn tekur
við af öðrum, endurbætir og fullkomnar. Þótti drengjunum
mikill munur á fyrsta loftfarinu og nýtísku flugvél. Greinilega
kemur það fram, er unglingarnir skoða söfn, hve hneigð þeirra
er mismunandi. Einir skoða vélar mest og nákvæmast, aðrir
málverk, þriðju dýralíkön og beinagrindur, fjórðu jurtir, fimmtu
steina og svo framvegis.
Er nokkur munur á því að hafa eins lítið til að sýna og
vér eða svo mikið sem stórþjóðirnar. En þótt söfn vor séu
fá og snauð, höfum vér talsvert að sýna, þegar komið er út
i ríki náttúrunnar.
Hagsýni. Mikið er sungið í enskurn skólum. Er söngurinn
bæði skyldunámsgrein og notaður til hvifdar og hressingar.
Margt er til í Englandi, sem vert er að skoða. Hagnýta kenn-
arar sér auðlegðina dyggilega. Fara þeir úr skólunum með
nemendur sína og loía þeirn að sjá sitt af hverju, dýr í dýra-
görðum, jurtir og tré í jurtagörðum, vélar í söfnurn, búninga,
listasmíði, myndir, handrit, gamlar bækur og margt fleira. Er
eytt í þessar ferðir töluverðum tíma. En þessi kennsla þykir
betri en orðin ein innan fjögra veggja skólastofunnar.
Þá fara enskir kennarar afar-oft með nemendur sína út í