Menntamál - 01.04.1931, Blaðsíða 10
56
MENNTAMÁL
ar í líkamlegri og andlegri leikni, sem væri e'Sa hefði veriÖ ein-
staklingnum eða tegundinni til gagns. Um þetta hefir Stcrn
sagt svo: „Leikurinn er árgeisli alvörunnar".
1 lok nítjándu aldar er samskólaniálið aSalviÖfangsefni upp-
eldisfræðinganna. Uppkoma þess stóS í sambandi viÖ kven-
frelsishreyfinguna og þá trú manna, aÖ drengir og telpur væru
andlega skyldari en menn áÖur héldu. Eftir aÖ samskólarnir
höföu náÖ mikilli útbreiÖslu i byrjun þessarar aldar, hættu menn
öllum deilum um þá um stund. En nú á síðustu árum hafa
þær deilur hafist aftur. Stafa þær aÖ nokkru leyti af vissum
sálfræðilegum rannsóknum á börnurn og unglingum, en að
nokkru leyti risu þær af því, að menn vilja vinna samskólunum
enn meiri útbreiðslu en þeir nú hafa.
Þó mætti segja, að smábarnafrccðslan, sem helzt í hendur
við aukið lýðfrelsi, sé aðalviðfangsefnið nú i hinu ytra skipu-
lagi skólamálanna.
Þá má nefna eitt, sem einkum er bundið hinu innra lífi
fræðslustarfsins, skólanna og heimilanna. Það er tilraun sú, sem
gerð hefir verið til þess að auka listrœnt gildi uppeldisins. Sú
hugmynd er áður þekkt hjá fornmenntastefnunni nýju og í
uppeldisfræði Herbarts. En í tillögum Ruskins um uppeldis-
mál er enn meiri áherzla lögð á þetta efni. Handiðnaðurinn
forni, sem kynslóð eftir kynslóð lagði sig í lima viÖ að betra
og fegra, unz hann hafÖi náð miklu fegurðargildi — hann varð
að vikja úr vegi um miðja síðustu öld, og í hans stað tók við
fegurðarsnauður vélaiðnaður. Það var ætlun Ruskins, að end-
urlifga handiðnaðinn forna. Og það var Ruskin að þakka, að
áhugi margra enskra uppeldisfræðinga vaknaði um þessa hluti
undir aldamótin síðustu. Og það voru ekki aðeins nytsamar
listir, sem áhugi þeirra beindist að, heldur einnig fagrar listir,
í þrengri merkingu þeirra orða. í byrjun 20. aldar var mikið
rætt um listrænt uppeldi. Það var ein aðaltillagan til endur-
bóta í uppeldismálum í öllum hinum vestræna menningarheimi.
Inn í þær umræður og deilur drógust meðal annars ýmsir helztu