Menntamál - 01.04.1931, Blaðsíða 4
50
MENNTAMÁL
á elliár var hanu í mörgum efnum tryggur hugsjónum Rouss-
eaus. Víða bætir hann við hugmyndir hans, annars staðar breytir
hann til og lagfærir, yfirleitt alstaðar til bóta fyrir kenningar
uppeldisfræðinnar.
Rousseau, hinn mikli aðdáandi náttúrunnar, er höfundur að
Contrat social, en þaðan fékk íranska stjórnarbyltingin eink-
unnarorð sín: „frelsi, jafnrétti, bræðralag“. í ritinu Emile lýsir
hann uppeldi rikismannssonar. „Fátæklingarnir þurfa ekkert
uppeldi," segir hann þar á einum stað. Enda þótt skoðanirnar
séu harla ólíkar í Contrat social og í Emile, má ekki skilja
þessi orð Rousseaus um fátæklingana svo, að hann vilji með
þeim litilsvirða kröfur þeirra um mannsæmandi þroskun og
uppeldi. Hann litur svo á, að fátæklingurinn sé í svo nánu
sambandi við náttúruna, að hann geti notið heilbrigðs uppeldis
án tilverknaðar mannanna. Réttara væri þó ef til vill að segja,
að þetta sé skoðun hans að nokkru leyti. Sjálfsagt hefir hann
skilið til fullnustu, hversu mikilsvert og erfitt vandamál hér
var um að ræða, og orð hans um fátæklingana er ekki lausn
málsins, heldur fjarstæða.
Sú spurning, hvernig eigi að ala upp fátæklingana, svo að
þeir verði að manni, var höfuðatriði uppeldismálanna í huga
Pestalozzi. Þá spurningu glínn'r hann við alla sína æfi. Hjá
honum eru uppeldismálin, öllu fremur en hjá Rousseau, ná-
tengd viðleitni hans til umbóta þjóðskipulagsins. Menn hafa
nefnt hann höfnnd hins þjóðfclagslcga uppcldis. Ekki þó svo
að skilja, að hann gleymi persónulegri þroskaþörf einstakling-
anna og setji þörf jjjóðfélagsins á hæfum borgurum yfir all-
ar kröfur uppeldismálanna. En hann var fyrstur manna til þess,
að reyna að gera ljósa grein fyrir sambandi því, sem er milli
viðfangsefna þjóðfélagsmálanna og uppeldismálanna. Hann
treystir ekki á þann möguleika, að hægt verði í fyrirsjáanlegri
framtíð að skapa almenna velmegun, en hann leitar að bjarg-
ráðum þeim til handa, sem liggur við andlegri drukknun í hvik-
syndi örbirgðarinnar. Enda þótt hann væri hlálega vanhygg-
inn oft og einatt í daglegu líferni sínu — og jafnvel í hug-