Menntamál - 01.04.1931, Blaðsíða 15

Menntamál - 01.04.1931, Blaðsíða 15
MENNTAMÁL 61 úr kennaraliðinu leika á hljóÖfæri. Þegar þessar morgun-gu'ðs- þjónustur eru úti, fer hver deild í sína stofu. Kennari fylgir hverjum hópi. Englendingar ætla kristnum fræÖum rnikinn tírna í skólum sínum. Láta þeir unglingana læra sálma utan l)ókar. Útdráttur úr báðum testamentunum er kenndur. Reikningur skipar virðulegt sæti meðal námsgreina í enskum barnaskólum. Ætla Englendingar honum mikinn tima. Þeir leggja sérstaka áherzlu á það, sem að gagni má koma nem- endum, þegar þeir fara að starfa utan skólanna. Nokkurum tírna er varið til þess að kenna táknskrift og hraðritun i ensk- um skólum. Englendingar hafa gnægÖ skólaáhalda í nýtízku skólum sín- um. Er þar allt, sem hendinni jrarf til að rétta. Landabréf og hnattlíkan voru ágæt. Voru nemendur fljótir að átta sig á upphleyptum landabréfum og hnattlíkönum. Mikið var að jrvi gert að láta nemendur gera skriflega grein fyrir ýmsum atriðum i landafræði, sögu, náttúrufræði og fleiru. Sérstakar stofur eru ætlaðar til að kenna i efnafræði og eðlis- fræði. Þar fá nemendur að gera ýmsar tilraunir og sjá fyrir- brigðin með sínum eigin augum. Myndir og landabréf éru not- uð við mannkynssögukennslu. Og vinnist tími til, æfa nem- endur jrætti úr sögunni og leika, en j)að getur aldrei almennt orðið, af j)ví að tíma brestur. Sérstakir salir eru í sumum skólabyggingunum, til jress gerðir að sýna J)ar kvikmyndir og skuggamyndir. Eru skuggamyndir notaðar við landafræðikennslu, sögunám og íleira. Útvar])stæki eru í nokkurum nýrri skólabyggingum, til ])ess að gefa elztu nemendum kost á að heyra fróðlega fyrirlestra, fréttir, snjall- ar ræður eða góðan söng. Sumir kennarar láta nemendur sína búa til ýmsa muni frá timabilum jæim, sem jrað og J)að skiftið er verið að tala um og lesa. Munirnir eru úr tré, leiri, pappa, spónum og fleiru. Einnig klijrpa stálpaðir nemendur líka og teikna. Eiga surnir skólarnir dálítil söfn ])vílikra muna og mynda. Þar má líta hústaði, hella, hús, hallir, herklæði, hervædda menn, eintrján-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.