Menntamál - 01.04.1931, Blaðsíða 12
58
MENNTAMÁL
tíma, er vaxandi áhugi i heilbrigðismálum. Skólalæknar og
hjúkrunarkonur eru óþekkt fyrirhrigði fyrr en á 20. öld.
í þessu yfirliti hefir mörgu markverÖu veriÖ sleppt. Eg hefi
aÖeins viljaÖ nota mér þennan sögulega þráÖ til þess að drepa
á nokkur aðalviðfangsefni í skólamálum nútímans. Með því
að benda á sögulegar staðreyndir, hefir unnizt meðal annars
það, að þeir lesendur, sem enga skólasögu hafa lesið, hljóta
að sjá það og finna, að setningin gamla: „ekkert er nýtt undir
sólunni", á ekki síður við í uppeldismálum en á öðrum svið-
um andlegra efna; enda þótt hún eigi ekki við að fullu og
öllu. Allar hugmyndir eiga rót sína að rekja til þess löngu liðna,
en þær breytast og umskapast eftir því sem stundir líða.
Fr. G. þýddi úr: Skolpedagogikens huvudfrágor, eftir A. Lilius.
Ensk skólamál.
Þótt margir kennarar, konur og karlar, fari nú utan, þá eru
þeir fleiri, sem heirna sitja. Bíða þeir þess að hleypa heimdrag-
anum. Þeir taka þakksamlega fregnum frá umheiminum. Skal
hér drepið á nokkur atriði úr skólalifi Englendinga.
Fósturskólar. Yngstu nemendur í sumum barnaskólunum eru
aðeins tveggja, þriggja, og fjögra ára að aldri. Gæta fóstrur
of kennslukonur barna þessara. Skólastofurnar eru stórar og
Itjartar. Margir munir eru inni. Þar eru bekkir, horð og rúm.
Eru þessi húsgögn með veggjunum, svo að svigrúm sé meira
á miðju gólfi. Smáfólkið þarf allmikið rými, ]tvi að ekki er
haldið kyrru fj'rir milli hvíldanna. Þarna inni eru leikföng mörg,
kuhbar, brúður, vagnar, spaðar og ýmislegt’ fleira. Svona ungir
nemendur ]>urfa að fá sér dúr, meðan á skólatíma stendur.
Eru haglega gerð lausarúm handa þeim. Skólatími er frá klukk-
an níu að morgni, þangað til klukkan fjögur eftir hádegi.
Fylgja verður yngstu börnunum í skólann og heim aftur.
Gera það eldri systkini þeirra, þjónustufólk eða nágrannabörn.