Menntamál - 01.04.1931, Blaðsíða 17
MENNTAMÁL
63
skemmtigarÖa og út á víÖavang. Úti á viÖavangi eru börnin
oft stundum saman viÖ líkamsæfingar og leiki. Er þetta talið
eins nauðsynlegt og bóknámið. Þessi útivist er í viðbót við
venjulega leikfimi. Leikfimi er kennd úti á leiksviðum. Hagar
svo til í sumum nýrri skólunum, að leiksvæði eru uppi á þök-
um skólaljygginganna. Er þaðan útsýni góð yfir næstu hluta
borganna. Háar girðingar og rammlegar eru allt í kringum þvi-
lík leiksvæði. Þykir nemendum mjög gaman að leika sér þarna,
þjálfa likamann og reyna mátt sinn og megin. Þarna eru nem-
endur aklrei eftirlitslausir.
Enskum nemendum er gefinn kostur á að baða sig og synda.
Er oft langur vegur frá skólunuin að baðstöðum og sundhöll-
um. Fara nemendur þá í sporvögnum eða öðrum farartækjum.
Hafa börnin aðgöngumiða, sem hlutaðeigandi borgarstjórn legg-
ur þeim til.
Handavinna l)arna er með ýmsu móti i enskum skólum. Telp-
ur sauma flikur, prjóna, hekla, bæta, staga og fleira þess konar.
Drengir smíða, höggva, ' saga, hefla og renna. Búa þeir til
ýmsa hluti úr spónum, tágum, pappa og svo framvegis.
Þá er mjög fullkomin matreiðslukennsla i enskum skólum.
Læra telpur þar bæði munnlega og verklega, hvernig búa á
til kjarngóðan mat og hollan. Þær læra einnig að þvo, halda
munum hreinum og hagnýta allt sem bezt. Auk þessa er það
til, að í skólabyggingum er höfð ofurlítil íbúð, til þess að lofa
telpunum að ganga um hana og vinna í henni. Þar er dag-
stofa, svefnherbergi, auk búrs og eldhúss. Eru öll herbergin
með viðeigandi húsgögnum. Gefst telpunum þarna kostur á að
vinna þarna dagleg heimilisstörf. Uppbúin vagga er í svefnstof-
unni og brúða i. Voru litlu telpurnar tólf, þrettán og fjórtán
ára, mjög natnar við að sinna litla barninu, skifta um föt á því,
slétta lín, fága allt i dagstofunni og prýða. Skiftust telpurnar á
um þessi verk. Sumar þurka ryk af húsmunum, aðrar þvo gólf,
hinar vinda þvott og nokkrar elda súpu, leggja dúka á borð
eða framreiða mat. Þarna má líta mynd úr daglegu lifi. Skilja