Menntamál - 01.04.1931, Blaðsíða 8

Menntamál - 01.04.1931, Blaðsíða 8
54 MENNTAMÁL álmga. Herbart er fyrstur manna til þess aÖ benda á, aÖ áhug- inn er ekki aðeins til stuðnings við fræðsluna, heldur á hann að vera aðaltakmark hennar. En eins og áður er sagt, berst Herbart fyrir ]>vi, að fræðslan sé sem fjölbreyttust. Hann legg- ur áherzlu á það, að kennslan veki rnargs konar áhuga. Ein- hliða fræðsla er i ósamræmi við þá fullkomleika-hugsjón, sem er hyrningarsteinninn í siðakenningum Herbarts. Einhæfi manna veldur sundrung í samfélagi þeirra; fjölhæfi leiðir til nánari kynningar, skilnings og samvinnu. Fjölhæfi felur í sér and- lega auðlegð, ojmar nýjar leiðir, ef aðrar reynast ófærar. Ein- hliða fræðslu fylgja ekki einu sinni á vitsmunasviðinu þeir kost- ir, sem fylgifiskar fornmenntastefnunnar nýju vilja vera láta. Þeir hafa rangt fyrir sér, er þeir halda því fram, að til sé svonefnd almenn menntun hugsunarinnar. Æfing vitsmunanna á einhverju vissu efni verður því aðeins til gagns í öðru efni, að skyldleiki sé milli efnanna innbyrðis. Herbart sér einnig hættur þær, sem fjölhæfinu fylgja. Þær eru dreifing hugsunarinnar og yfirborðsháttur. Hann leitar ráða til þess að vinna á móti þeim. Auk ])ess að vekja áhuga og fjöl- hæfi, verður það aðalatriði í kennslufræði Herl)arts, að draga saman námsefnin, svo að þau grípi hvort inn í annað. Hann vill koma á sem nánustu sambandi milli námsgreinanna. Hann vill láta athuga skyld viðfangsefni samtímis á ýmsum sviðum, að svo miklu leyti sem unnt er, án þess að ganga á hluta vissra námsgreina. Þá aðferð styður hann með kenningu þeirri, sem síðar var nefnd kenningin um menningarstigin (kulturstadie- teorien). Sú kenning er i senn sálfræðileg og uppeldisfræði- leg. Sálfræðilega séð felur hún í sér það, að i þróun hvers einstaklings megi greina tilhneigingu til þess að endurtaka aðaldrættina í þróun alls mannkynsins. (Það, sem í náttúruvís- indunum samsvarar ])essu, er sú skoðun, að ])roskun hvers líffæris sé endurspeglun á vissum dráttum úr sögu tegundar- innar). Frá sjónarmiði uppeldisfræðinnar verður ])essi kenning krafa um það, að leiðtogi barnsins hagi uppeldisstarfinu i sam- ræmi við hana. Þegar Herbart var heimiliskennari, kenndi hann

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.