Menntamál - 01.04.1931, Blaðsíða 18

Menntamál - 01.04.1931, Blaðsíða 18
64 MENNTAMÁL nemendur vel, að þessi kennsla kemur þeim síðar að gagni. Aftur á móti veitist þeim erfiðara að skilja nytsemi margs ann- ars, sem kennt er i skólunum. Hér og þar. Kennaranámsskeið að Laugarvatni. Athygli kennara skal vakin á kennaranámsskeiSi því, er lialda á í vor að Laugarvatni. Sérstaklega skal þó bent á smábarnakennsluna, sem þar fer fram. Þá kennslu annast þeir Steingrimur Arason og Jón Sigurðsson kennari við nýja barnaskólann í Rvik. Steingrímur Arason er þjóðkunn- tir orðinn, svo að ekki þarf að fjölyrða um hann. Jóu Sigurðsson hefir kynnst nýjustu kennsluaðferðum í Þýzkalandi og Englandi, — hvernig fljótt má kenna börnum að lesa eftir hinni svonefndu hljóðctðfcrð, sem margir munu kannast við af afspurn, en sárafáir kunna að nota. Þar eð nú er allvíða farið að færa niður skólaskyldualdur itarna, þá er ekki van- þörf á að kennarar kynnist eftir mætti þeim nýjungum, sem að gagni mættu koma við kennsluna. Ekki mundi það heldur verða til þess að að tefja fyrir niðurfærslu skólaskyldu, ef vitanlegt væri, að fyrir hendi væru kennarar, sem kynnu að kenna smábörnum. Leiðrétting. f 2. tölublaði Menntamála ]t. á. var getið um teiknikennslu Björns Björnssonar kennara. Vegna ókunnugleika greinarhöf. var ekki rétt skýrt frá tildrögum til þessarar kennslu. Það var stjórn hins nýja stéttarfélags kennara í Reykjavík sem fór þess á leit við Björn að kenna kennurum töfluteikningu. Er þetta lofsverð uppfynding af stjórninni til að hvetja kennara til að gera sig hæfari i starfi sínu, og er vonandi að stjórninni takist að verða sem fundvísust á það, sem kennurum mætti verða til þrifa. En umfram allt þurfa kennarar að taka allt slikt fegins hendi, og standa saman, og styðja það sem þeim má til gagns verða. Menntamál. Ver'ð 5 kr. árg. Afgr. í Arnarhvoli. Sími Arnarhvoll. Félagsprentsmiðjan.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.