Menntamál - 01.04.1931, Blaðsíða 7

Menntamál - 01.04.1931, Blaðsíða 7
MENNTAMÁL 53 til sögunnar. Og þeirrar stefnu menn hrífast meÖ af framför- um þeim, sem þá verða í náttúruvísindum og vélamenning. Þeir beina skólamálum Þýzkalands inn á brautir nytsemisstefn- unnar. Þeir vilja taka upp aftur forntungunámið, en ekki í þeim tilgangi að endurfæða fornmenntirnar eins og fornmennta- stefnan hafði áður viljað, heldur vilja þeir auka og efla hina þjóðlegu menntun, með því að veita til hennar straumum forn- menntanna. Þeir telja yfirburði forntungnanna í því fólgna, að þær veiti æfing og þjálfun í rökréttri hugsun. Þeir, sem leggja stund á forntungunám og forna menning, öðlast dóm- greind og skerpu, sem kemur þeim að meiri notum í hvers konar andlcgri starfsemi, heldur en yfirborðsþekking í mörg- um öðrum lærdómsgreinum. í æsku varð Pestalozzi fyrir áhrifum frá fornmenntastefn- unni nýju. í uppeldisstarfi hans verður vart þeirra áhrifa siðar. En slikra áhrifa gætir þó enn meir hjá þeim manni, senr lengi var talinn fremstur fræðimaður uppeldismálanna. Það var Herbart (1776—1841). Iíjá honum kennir mjög þeirrar að- dáunar á fornmenntum, sérstaklega forngrískri menningu, sem er höfuðeinkenni þessarar stefnu. Yfirleitt mat Herliart meira en Mannvinirnir þau efni, sem við koma andlegu lífi. En hann hafði einnig miklar mætur á náttúrufræði og stærðfræði, en þó ekki fyrst og fremst vegna nytsemi þeirra, heldur vegna þroskagildis þeirra fyrir mannssálina. Herbart var hinn fyrsti, sem heldur frarn þýðingu þess, að námsskráin sé sem fjöl- breyttust, og færir hann fram bæði sálfræðileg og siðfræðileg rök fyrir því. Takmark uppeldisins segir Herbart að sé það, að ala upp siðgæðisverur. Öll uppeldisstarfsemi á þá fyrst og fremst að beinast að þroskun viljans. En leiðin til viljalífsins liggur gegn- um hugmyndir og tilfinningar. Herbart er sammála Plató um það, að bezta uppeldismeðalið sé kennslan. Kennslan á að auðga hugmyndaforðann, skýra hugmyndirnar og flokka þær, og jafnhliða því á hún að snerta tilfinningarnar, svo að viljinn vakni. Kennnslan á, með öðrum orðum, að vekja og glæða

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.