Menntamál - 01.12.1933, Page 6

Menntamál - 01.12.1933, Page 6
x34 MENNTAMÁL og teikniborS. Blendingur af allskonar tungumálum og ómar söngva frá ýmsum löndum renna saman vi'ö vinnuhljóöiö i undarlegan, góðlátan kliö. Langflestir taka þátt í trésmíðum (tráslöjd). 3 stórir salir eru alsettir hefilbekkjum og áhalda- skápum. Mest er smíöaö af gagnlegum og sterkum hlutum, en j)ó einnig leikföng, skraut o. fl. Við sjáum kassa og skrín, hillur og hengitré, ljósastikur, lítil borö, skápa, stóla, bakka, sleifar o. s. frv. Og margir hlutir eru prýddir útskuröi og skrautmálningu; þó eru fyrst og fremst tekin hin einfaldari ,,model“, sem laghent börn og unglingar geta gert með sæmi- legum tækjum. 1 smiðjunni eru mest unnir smáhlutir úr járni, kopar o. fl. Er J)ar sameinuö list og gagn. Um vefnað og saum er hiö sama að segja. Teppi, mottur, skyrtur, skór og sokkar eru geröir. Praktiska hliöin er fyrst, en J)ó fær smekkvísi og list- ræni aö njóta sín. Teiknikennslan er frjálsleg og skapandi. Hugmyndaflug- intt eru engin takmörk sett. í teiknisölunum má líka sjá alls- konar vinnu úr bréfi og pappa, leiri og gipsi. Á leiksvæöinu er líf og fjör. Þar er leikið að handbolta, tennis o. fl. Þeir, sem Jjreytast á sportinu eða vinnunni taka sér hressandi baö í Sávelongen eöa liggja í skugganum milli trjánna. En flestir vinna mjög kappsamlega, jafnvel langt fram yfir fyrirskipaöan vinnutíma daglega. Kl. 12 er hádegismatur (lunch), og 200—300 soltnar „sálir“ safnast um matborðin. í miöri máltíðinni heyrist ef til vill kyrjað upp eitthvert skemmtilag. Fleiri taka undir, og svo hljómar hvert lagið, af öðru um salinn. Frá kl. 1—5 eru menn aftur á vinnustöðunum, en kl. 3 er miödagur. Seinnihluta dagsins er frjálst starf. Sumir taka Jiátt í kveld-námskeiðun- um, sem standa yfir st. annanhvorn dag. Þaö eru bæði úti-leikir, pappavinna og listsmíöi. Aörir hvíla sig eöa skemmta sér meö kunningjum úti meðal bjarka, kastaníu og greni, eöa Jiá á bátum úti á spegilsléttum" Sávelongen. Kl. 8 síöd. eru kvöldbænir í Vánhems-salnum og kvöld-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.