Menntamál - 01.12.1933, Side 7

Menntamál - 01.12.1933, Side 7
MENNTAMÁL 135 matur á eftir. En frá 9—10 eru dansleikir i leikhúsinu. ÞaS eru mest allskonar hringleikir, stignir eftir gamansömum vísna- lögum, scm Svíar eru svo ríkir af. Þessir leikir eru elskaSir af öllum unglingum, og meira aS segja kennararnir skemmta sér aödáanlega vel þennan seinasta klukkutíma dagsins. Kl. 10 slær þögn yfir hópinn. Einhver fallegur söngur er sunginn umhverfis sænska fánann, og litlu hóparnir, sem um morgun- inn stefndu til Vánhem, hverfa nú aftur til smáhúsanna í kring. Og' eftir kl. nþú er allt kyrrt. Tíminn líöur fljótt á Náás. Þaö er eins og dagarnir hlaupi á enda. I lokin er sýn- ing á öllu, sem unniö hefir veriö. Seinasta daginn er nám- skeiöinu sagt upp. ÞaS fer fram í skrautsal hallarinnar. And- litin eru alvarleg'. Dr. Holm kveöur meö viökvæmri ræöu og útlendingarnir þakka fyrir sig. Svo er aö fara. Veganestiö frá Náás er ótrúlega mikiö, borið saman viö hinn stutta tíma þar. Það er ekki aðeins fullur kassi af laglega geröum mun- u.m, heldur þaö, sem er aðalatriðiö: aukin færni handar og' huga, gleöi og meira traust á sjálfum sér. Námskeiðin á Náás byrja 8. júní og er lokið laust fyrir ágúst-lok. Tíminn skiptist í tvennt, og er kallaö fyrra og seinna nálnskeið. Næstum alveg hiö sama er kennt á báðum námskeiðunum, og geta menn tekið annaö eða liæði eftir vild. Hvert námskeið kostar 200 sænskar krónur. Sækja veröur um með dálitlum fyrirvara. Adr: August Alirahamson Stiftelse Náás, Floda — st. Sverige. Akureyri, 14. jan. 1934. Marinó L. Stefánsson.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.