Menntamál - 01.12.1933, Blaðsíða 13

Menntamál - 01.12.1933, Blaðsíða 13
MENNTAMÁL 141 ins. Úrvinnslunni var hagaö á þann veg, a'ö prófgögn öll i lestri og reikningi voru fyrst flokkuö eftir aldri barna, sem prófuö voru. Meö sanianbur'öi var reynt að bæta úr, ef próf- blað var ónákvæmt útfyllt — sem allmikil brögð voru að, eins og áður er drepið á. Þá var reiknuð út meöaltalseinkunn allra barna í hverjum aldursflokki í hverju skólahéraði og sið- an í hverjum skólaflokki. Þessar niðurstöður voru svo færð- ar á yfirlitsskýrslu þá, er fer hér á eftir. Að þessu sinni verða ekki birtar niðurstöður prófa fulln- aðarprófsbarna í lesgreinum. Aðalástæðan til þess er sú, að i sumum skólahéruðum eru ekki nema 1 eða 2 fullnaðarprófs- börn og er þá ófært að bera þau saman við önnur skóla- héruð, þar sem um mörg fullnaðarprófsbörn er að ræða, svo sem í kauptúnum og kaupstöðum, þvi að það væri undir hendingu komið, hvort þetta eina barn — þar sem um að- eins eitt er að ræða — væri afburða duglegt eða afarlélegt, og væri þá ekki rétt að dæma fræðsluástand skólahéraðsins eftir því. Þessara sönni annmarka gætir að vísu nokkuð í sam- anburði milli skólaflokka og skólahéraða, vegna mismunandi fjölda prófaðra barna, en sá samanburður gefur þó réttasta hugmynd um fræðsluástand hvers skólahéraðs i þeim grein- um, þar sem þar er um öll skólaskyld og prófskyld börn skólahéraðsins að ræða. Um prófin í lesgreinunum (landafræííi, náttúrufræöi og sögu) er það aö segja, að víöast hvar hefir tala rétt leystra verkefna orðið meiri en við var að búast, og það enda þótt komið hafi í ljós, að ekki hafi í öllum skólahéruðunum unn- ist tími til þess að komast yfir allt það námsefni, sem kraf- ist er til fullnaðarprófs. Eftir öllum prófunum að dæma, er ástæða til þess að brýna fyrir hlutaðeigendum að leggja enn meiri áherslu á kennslu í móðurmáli og reikningi, enda eru þær námsgreinar undir- stöðuatriði alls frekara náms, hvort sem barn sí'Öar meir hneigist að bóklegu eða verklegu starfi. Af lesprófum 10 ára barna má sjá, að allmikið mun skorta víða á það, að

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.