Menntamál - 01.12.1933, Qupperneq 16

Menntamál - 01.12.1933, Qupperneq 16
144 MENInTAMÁL í þcim greinum, sem nauösynlegar eru hverjum manni, þá er œtlast til, aö Brautarholt veröi einskonar andlegur sjónar- hóll fyrir alla íbúa hreppsins. Þessi skólabygging Skeiöamanna, og allur gangur jjess máls, getur veriö öörum skólahéruöum til fyrirmyndar. Eins og drepiö er á í erindi Eiriks Jónssonar, þá er svo aö segja öll vinna við skólabygginguna unnin af hreppsbúum sjálf- um, og er mikið af þeirri vinnu unnið í þegnskylduvinnu. Bændur voru yfirleitt samtaka um það, aö leggja fram ákveðna dagsverkatölu án endurgjalds. Er þessi vinna, þegar til styrkveitinga úr ríkissjóði kemur, reiknuð því verði, sem gerist um vinnulaun þar um slóðir. Þar sem vinnulaun við húsabyggingar munu vera nál. helm- ingur liyggingarkostnaður, þá er það ekki svo lítill sparn- aður á beinum fjárframlögum frá hreppunum, ef lireppsbú- ar legg-ja fram nokkur dagsverk án endurgjalds. Allmikið af vinnu við skólabyggingu er líka hægt að framkvæma á þeim tima árs, sem annir eru minnstar i sveitinni, svo fram- arlega, sem ekki þarf að koma húsinu upp á örstuttum tíma. Til þess, að barnaskólarnir geti jafnframt verið nokkurs- konar menningarmiðstöð fyrir sveitirnar, þurfa þeir að geta veitt unglingunum frekari menntun, bæði andlega og líkam- lega. Hollar og heilbrigðar skemmtanir eru hverjum manni nauðsynlegar. Þess vegna tel eg, að farið sé inn á rétta braut, þegar í sambandi við sjálf skólahúsin eru byggðir leikfimis- og samkomusalir. — í þessu sambandi vil eg taka það fram, að eg tel fráleitt, að samkomuhús séu í samliandi við barna- skóla í fjölmennum þorpum eða kaupstöðum, þar sem gera má ráð fyrir að hætta sé búin hollustuháttum skólanna. Þess hefir gætt allmikið nú á seinni árum, að unga fólkið hafi viljað fara úr sveitunum til kauptúna eða kaupstaðanna. Sumt eldra fólk telur, í fljótu brag-ði, að þessi flutningur unga fólksins úr sveitinni stafi að mestu leyti af spilltum tíðaranda og aukinni skemmtanafýsn, en yjð nánari athug- un hefir það komist að raun um, að það muni ekki allskostar

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.