Menntamál - 01.12.1933, Page 21
MENNTAMÁL
149
máli'S ekki í þaS sinn. Var þá fyrirsjáanlegt, aS styrkur úr
ríkissjóSi yrSi þáS takmarkaSur, aS enginn kostur væri aS
styrkja þá framkvæmd í þaS sinn, er nokkru næmi. Ennfrem-
ur breyttist önnur aSstaSa til framkvæmdarinnar svo aS máliS
strandaSi.
Eg gæt ekki stillt mig um, áSur en eg lýk viS þennan
kafla af sögunni, aS minnast eins manns, er mest allra beitti
sér fyrir, aS skólafyrirkomulagiS niætti breytast til batnaSar
hér, og á eg þar viS fyrverandi skólanefndarformann Jón Jóns-
son. Hann var einn aí þeim mönnum, er í uppvextinum fór
á mis viS þaS, aS verSa nokkurrar kennslu aSnjótandi, nema
þess, sem þá var krafist, aS læra kveriS. En hann skildi þaS,
hvers hann hafSi fariS á mis, og hvers hann hefði getaS not-
iS ef aSstaSan til náms hefSi önnur veriS. En þó hann sjálf-
ur hefSi orSiS aS fara á mis viS þetta, vildi hann, aS aðrir
yrSu þess aSnjótandi, sem hann hafSi orSiS aS afla sér á
eigin spýtur.
Eg minnist þess, er eg heimsótti hann síSast veturinn 1931,
og hann var lagstur legu þeirri, er hann vissi glöggt aS
hann mundi ekki yfirstiga, live hann meÖ yfirveguÖum
huga talaSi um og lagöi á ráSin um framkvæmdir til bygg-
ingar og bætt fyrirkomulags í fræöslumálum hreppsins. Hann
naut ekki ánægjunnar af því aS sjá sitt hjartans mál rætast,
því hann lést í júlí þaö ár; en viS getum þakkaS honum.
Eftir þennan útúrdúr vil eg þá snúa mér aö byrjun þeirri,
er varS til þess aS framkvæmdir hófust, og mun eg þar stikla
á stærstu punktunum.
Á fundi Ú. M. F. í des. s. 1. skýrSi barnakennarinn, Ivlemens
Þorleifsson, frá því eftir viStali viö fræSslumálastjóra, aö
nú gæti veriS tækifæri til þess aS hefjast handa meö bygg-
ingu, þar sem nú væru fá skólahús reist, því þó styrkur til
slíks væri takmarkaSur, væri líkur til aS eftir betru væri
ekki aS bíSa. Þessi fundur kaus nefnd i máliS, er tók til starfa
í samvinnu viS skólanefnd og hreppsnefnd. Fékk hún húsiS
teiknaS og gerSa áætlun um kostnaS.