Menntamál - 01.04.1944, Síða 11
MENNTAMÁL
89
orðin samtaka í þeim á samæfiilgum. Þá breytir kennar-
inn til og kennir nemendunum tvær undirstöðuæfingar
jafnvægisgangs. Jafnvægistækið er krítarstrik á gólfinu,
en vegna skýringa kennarans verður það í vitund nem-
endanna þvengmjór strengur yfir djúpa gjá. Lífið liggur
við, að jafnvæginu sé haldið, og svo bætist sú þraut ofan
á allt annað að leika ýmsar listir yfir hyldýpinu.
5—6 jafnvægisæfingar lærast þannig í leikformi.
Við og við tekur kennarinn börnin út á göngu. Viss
hluti göngunnar er helgaður gönguæfingum. Kennarinn
brýnir fyrir börnunum að fylgjast í skrefum og ganga
frjálsmannlega og djarflega og bera sig vel. Svo er hlaup-
inn smásprettur, samtökunum haldið, hnjám lyft hátt og
örmum sveiflað um axlir og horft hátt fram á við.
Stökk yfir snúru eru æfð við og við. Atrennan höfð
hæfileg og stöðvað, þegar niður úr stökkinu yfir snúr-
una er komið.
Útileikirnir eru frjálsir og bundnir. Kennarinn hefur
sett sér að kenna skipulega 10 leiki yfir veturinn. Hann
skýrir gang hvers leiks og leikreglur inni í kennslustof-
unni. Nýr leikur vikulega. Þann leik leika börnin að
minsta kosti í einum frímínútum daglega, og þá er kenn-
arinn viðstaddur. Með þessu elur kennarinn upp samstillt
leikjastarf meðal nemendanna. Nemendunum verður ljóst
af reynslu sinni, er þeir hafa notið skipulegra leikja, að
orð kennarans voru sönn: „Samstilltir einstaklingar skapa
sigursæla heild.“ Kennari þessi hefur unnið þjóðfélagi
sínu vel, með því að láta börnin sannprófa grundvöll
lýðræðisins. Hann hefur alið upp virðingu fyrir settum
reglum, til þess að fjöldinn geti notið sín, en ekki aðeins
einn uppvöðslusamur yfirgangsseggur.
1 sambandi við heilsufræðikennsluna kennir þessi kenn-
ari nokkur atriði í hjálp í viðlögum. Hann fer nákvæmlega
út í lífgun úr dauðadái. Hann lætur börnin æfa lífgunar-
tökin hvert á öðru. í sambandi við lífgunaraðferðina