Menntamál - 01.04.1944, Blaðsíða 17

Menntamál - 01.04.1944, Blaðsíða 17
MENNTAMÁL 95 verða þar búningsherbergi og’ böð. Ætlast er til, að vor- skólinn starfi þarna uppi og hefur hann til notkunar breiðar svalir, sem eru fram af kennslustofunum, því að þriðja hæðin nær ekki yfir allt húsið. Fimleikasalur skólans er 10 sinnum 20 metrar á stærð. Gert er ráð fyrir, að sundlaug með sólbyrgi verði byggð við fimleikahúsið. Leikvelbr skólans eru tveir. Er ætlast til, að yngri börn- in haldi sig á öðrum leikvellinum, en þau stærri á hinum. Sinn inngangur er fyrir hvorn flokkinn, svo að því er lík- ast, sem þeir séu hvor í sínum skóla. Telur skólastjórinn, Arngrímur Kristjánsson, að þetta fyrirkomulag muni reynast vel og miklu auðveldara verði að koma á skipu- legri leikjastarfsemi meðal barnanna í frímínútum með þessu lagi heldur en hugsanlegt sé, þar sem börnum á öll- um aldri verði að leika sér samtímis á tiltölulega þröng- um leikvangi. Þessu nýja skólahúsi er ætlað að geta tekið 1300—1400 börn, ef tvísett er í stofurnar, en þess ætti raunar hvergi að þurfa. Gert er ráð fyrir, að 1200 börn sæki hann, og ætti hann þá að geta létt töluverðu af hinum barnaskól- unum í Jteykjavík, en húsnæði þeirra er alltof lítið eins og nú er. Gagnfrœðashólinn í Vestmannaeyjum hefur sent Menntamálum skýrslu um starfsemi sína árin 1930—43. Á þeim árum hefur nokkru meira en hálft fjiírða hundrað manns stundað nám í skólanum, auk þeirra, sem sótt hafa námskeið þau, er skólinn liefur gengizt fyrir, en það hafa verið matsveinanámskeið haustin 1937 og 1938 og vinnuskóli mánaðartíma vorið 1938. Þorsteinn Þ. Víglundsson hefur verið skólastjóri gagnfræðaskólans allan tímann. Alþýðublaðið liirti dagana 16. og 17. marz s.l. grein Stefáns Júlíussonar „Heim- sókn í skóla", sem kom í febrúarhefti Menntamála.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.