Menntamál - 01.11.1945, Blaðsíða 4

Menntamál - 01.11.1945, Blaðsíða 4
178 MENNTAMÁL framúrskarandi talinn, hjálpfús við lítilmagna, en örgeðja nokkuð. Amma Elíasar, seinni kona séra Páls, var Guð- ríður Jónsdóttir, Guðmundssonar sýslumanns að Kirkju- bæjarklaustri. Lengra þarf ekki að rekja ætt Elíasar til að sjá, að hann er af mikilhæfu og góðu bergi brotinn. En þess geta raunar allir getið sér til, er Elíasi kynnast. Lítið veit ég um bernsku- og uppvaxtarár Elíasar. En hafa verður það fyrir satt, sem sálar- og uppeldisfræðing- ar eru á einu máli um, að 5—7 fyrstu aldursárin ráði mestu um síðari ævi einstaklingsins. Víst er því, að hann hefur hlotið giftudrjúgt og gott uppeldi. Tuttugu og tveggja ára fór Elías til sjóróðra suður á Eyrarbakka (1901). Mun þessi suðurferð að líkindum hafa ráðið nokkru um framtíð hans, því að þar hittir hann þann mann, er hann kveðst eiga meira að þakka en nokkrum vandalausum öðrum, Jón Pálsson, sem þá var þar kennari, síðar gjaldkeri Landsbankans. Mun þegar hafa fallið vel á með þeim, því að Jón bauð Elíasi að sitja í tímum hjá sér í skólanum að vild. Má af þessu ráða, að hvort tveggja hafi farið saman: áhugi hjá Jóni að miðla ungum mönnum fræðslu og sterk löngun Elíasar að kynnast kennslu og afla sér þekkingar, hvar sem tækifæri gafst. Áreiðanlega mun það fátítt, að menn hafi helgað menntagyðj unni tómstundir sínar í ver- inu. Námshneigð Elíasar hefur því verið rík, og hollur mun hafa verið heimafenginn námsbaggi og í drýgsta lagi. Móðir Elíasar kenndi honum að lesa, skrifa og reikna. Var hún kona gáfuð, sem hún átti ætt til. Og þar sem hún var prestsdóttir, mun hún hafa notið meiri menntunar en almennt gerðist. Víst er, að hún skrifaði fagra rithönd og kunni ógrynni af þjóðsögum og öðrum þjóðlegum fróðleik. Eystra segir gamla fólkið, sem þekkti hana, að hún hafi

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.