Menntamál - 01.11.1945, Blaðsíða 19

Menntamál - 01.11.1945, Blaðsíða 19
MENNTAMÁL 193 mönnum er mörgum mikið að þakka. Þeir voru braut- ryðjendurnir, sem upphófu gildi starfsins. Hjá öðrum hefur miður tekizt, eins og títt er um dauð- lega menn. Sumum hefur verið vant þeirra eiginleika, sem bezt reynast í þessu starfi. Með bættum kjörum stéttinni til handa verður meira af henni krafizt, og hún verður einnig sjálf að gera svo. Menntun hennar þarf enn að auk- ast, sérþekking hennar að taka framförum. Ef unnt væri, þyrfti að beita hæfileikaprófi við þá, sem til kennaranáms vilja, svo að til kennarastarfs væri sífellt völ á mönnum, sem vel mætti treysta og ekki yrðu fyrir vonbrigðum í starfi og hyrfu að öðru. Hvert rúm þarf örugglega að skipa. Ef til vill ríður þó mest á, að við sjálfir vitum vel og gleymum ekki skyldum okkar, en sækjumst eftir meiri þroska, beitum meira íhygli okkar að starfi og látum ekki önnur mál glepja okkur um of frá skyldustörfum, þótt hver maður eigi rétt á og þurfi að eiga sér áhugamál til dundurs og hvíldar frá aðalstarfi. En fyrst og fremst verður aðalstarfið að eiga áhuga þess, sem það vinnur. Við þörfnumst bættra vinnubragða í skólum, margra námskeiða fyrir starfandi kennara og meiri félagslegra samtaka. Land okkar er enn ekki nema að nokkru numið í fræðslumálum. Sveitirnar bíða bráðrar' úrlausnar í skóla- málum, kauptúnin bættra skilyrða til menningarmála. Vandamálin í uppeldi meðal fjölmennisins þarf að leysa. Okkur vantar sérskóla fyrir vangæf börn, uppeldishæli fyrir vandræðabörn og vísindalega tilrauna- og rannsókn- arstofnun í kennslu og uppeldismálum. Öllu þessu þarf að vinna markvisst að, og til þess megum við ekki láta lið- sinni okkar vanta. Land okkar hefur nú verið svipt einangrunarvörn sinni og er orðið stökkbretti stórþjóða í samgöngum. Fjarlægð-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.