Menntamál - 01.11.1945, Blaðsíða 24

Menntamál - 01.11.1945, Blaðsíða 24
198 MENNTAMÁL Fréttir og félagsmál Kennarasamband Austurlands Iiólt aðalfund sinn á Reyðarfirði 22. sept. s.l. Formaður sambands- ins, Karl Finnbogason, setti fundinn og minntist Sigurðar Thorlaciusar skólastjóra. Risu fundarmenn úr sætum til virðingar hinum látna fólaga og forvígismanni. A fundinum voru gerðar eftirfarandi samþykktir: 1. Aðalfundur Kennarasambands Austurlands haldinn á Reyðarfirði laugardaginn 22. sept. 1945 lýsir ánægju sinni yfir frumvarpi milli- þinganefndar í skólamálum, en telur þó breytingar á því nauð- synlegar í einstöktim atriðum: a) Fundurinn lítur svo á, að keppa beri að því, að allir barna- skólar landsins hafi jafnan starfstíma, og telur engin rök eða sann- girni mæla með þvf, að skólar í hinum smærri kauptiinum, sem oftast eiga verri aðstöðu, starfi allt að tveim mánuðum skemur en skólar í kauptúnum og kaupstöðum, sem hafa yfir þúsund íbúa. b) Fundurinn telur ekki lengur við það hlítandi, sem gilt liefur að undanförnu, að jafn mörg börn komi á hvern kennara í öllum skólum landsins, án tillits til aðstæðna. Lítur fundurinn svo á, að í smærri skólunum, þar sem fleiri aldursflokkar og einstakl- ingar á misjöfnu getustigi jturfa óhjákvæmilega að starfa í sömu deild, beri að ætla mun færri börn á hvern kennara. c) Ennfremur vill fundurinn benda á, að ef kennurum við stærri skólana er ætlaður sérstakur tími til þess að ljúka við skýrslur og ganga frá ýmsu viðvíkjandi skólastarfinu, þá virðist sjálfsagt að hið sama gildi um smærri skólana. 2. Fundurinn skorar á fræðslumálastjórn að hafa strangara eftirlit en verið hefur með því, að skólanefndir og sveitastjórnir skjóti sér ekki undan því að uppfylla þær kröfur um skólahúsnæði og kennslutæki, sem lög og fræðslumálastjórn mælir fyrir um. Ef við- komandi skólahéruð geta ekki af f járhagslegum ástæðum uppfyllt nefnd ákvæði, svo sem ætlazt er til samkvæmt lögum og uppeldis- legum kröfum, þá telur fundurinn sjálfsagt, að ríkið sjálft taki framkvæmdir allar og ákvarðanir í si'nar hcndur. 3. Fundurinn beinir þeirri ósk til fræðslumálastjórnarinnar, að náms- stjórunum verði fjölgað í sex.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.