Menntamál - 01.11.1945, Blaðsíða 21

Menntamál - 01.11.1945, Blaðsíða 21
MENNTAMÁL 195 Bækur sendar Menntamálum Íslenzkt-esperantískt orðasafn eftir Ólaf S. Magnússon, fjölritað, 82 bls., verð 20 kr. í bandi. Orðasafn [)ett;i er einkum ætlað þátttak- entlum í bréfanáliaskeiði því í Esperantó, sem Ólafur S. Magnússon, kennari í Reykjavfk, hefur samið og stjórnar, eins og áður hefur verið minnst á í Menntamálum. I því munu vera um 4800 uppsláttarorð, samkvæmt lauslegri áætlun. Segist höfundur í formála vænta þess um kverið, að „það geti orðið íslenzkum esperantistum að einhverju gagni, a. m. k. meðan ekkert ýtarlegra íslenzkt-esperantískt orðasafn ér til, og bæti þannig að nokkru úr þeirn skorti, sem verið hefúr á slíku orðasafni og svo mjög hefur tafið framgang Esperantóhreyfing- arinnar hér á lamli. Þó má enginn vænta mikils af þessu litla kveri.“ — í þessum hógværlegu orðum er áreiðanlega ekkert ofsagt. Kverið bætir úr brýnni þörf, sem verið hefur byrjendum í Esperantó-námi mjcig tilfinnanleg, ekki sízt vegna þess, að þeir liafa flestir mjög snemina tekið að skrifast á við erlenda menn á Esperantó, og þá eðli- lega tíðum lent í vandræðum að finna orð yfir jiað, er þeir liafa viljað segja. Hitt þarf engan að undra, þótt menn íletti bókinni oft upp árangurslaust, því að tæp fimm þúsund orð er lítill liluti allra orða islenzkrar tungu, og í annan stað er oft látið nægja að greina algengustu þýðingu orða, er fleira þýða en eitt. Val orða í orðasafnið sýnist vera skynsamlegt, en þó hefði sennilega mátt fækka nokkuð orðum, sem mynduð eru af sama stofni á venjulegan hátt í báðum málunum, og bæta nýjum orðstofnum inn í staðinn. En slíkt orkar að visú löifjgúm tvímælis. Dýrheimar eftir Rudyard Kipling. Sögur úr frumskógum Indlands. Með myndum. Gísli Guðmundsson íslenzkaði. Snælandsútgáfan, 324 bls., verð 40 kr. í gylltu bandi. — Það er ekki ófyrirsynju, að Kipling er meðal frægustu skálda Breta og Tlie Jungle Book og The Second Jungle Book meðal frægustu bóka lians. Ur þeim bókum eru sög- urnar í Dýrheimum teknar, 8 talsins. Þær eru allar um Mowgli, mannshvolpinn, sem ólst upp meðal úlfa og varð lierra skógarins. Kipling fer með efnið af mikilli list, frásögnin undarlega seiðmögnuð og söguhetjurnar, sem flestar eru dýr, frábærlega ljóst dregnar og furðu mannlegar, án þess þær missi þó nokkuð af villidýrseðli sínu. En um þýðandann, Gísla Guðmundsson fyrrverandi alþingismann,

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.