Menntamál - 01.11.1945, Blaðsíða 14

Menntamál - 01.11.1945, Blaðsíða 14
188 MENNTAMÁL skólamálum er svo til ætlazt, að námstími yngri barna verði aukinn og skólaskylda barna færist upp um eitt ár. Hvort tveggja tel ég rétt. Námstími yngri barna, 7—10 ára, hygg ég, að hingað til hafi verið svo lítill, að minna hefur verið unnt að gera til þess að sníða kennsluna eftir þörfum þeirra en þurfti, — gera hana að smáþyngjandi leik, þar til þeim var orðið venjulegt nám eðlilegt. I stað þess hefur oftast verið beitt - venjulegum kennslubrögðum og stuttur tími orðið til meiri þreytu en vera ætti. Ýmsa vantar enn kunnáttu til þeirrar kennslu, ennfremur tæknileg áhöld og kunnáttu í að nota þau. Frá því, að ég fyrst fór að kenna elzta árgangi barna í kaupstaðarskóla, hefur mér alltaf fundizt, að börnin færu úr skólanum, þegar þau væru búin að læra það mikið, að unnt væri að hefja nám þeirra til verulegs þroska. í barnaskólunum hefur nám barnanna verið mest tæknilegt, það er að segja: þau læra aðferðir, sem eru nauðsynlegur grundvöllur undir þroskameira nám og einnig til úrlausn- ar í ýmsum viðskiptum, sem lífið færir þeim. Kynni mín nú af starfi annarra skóla hafa treyst þessa skoðun mína. Börnin hafa margt lært, en vantar ýmist þroska eða meiri æfingu til þess að notfæra sér þann lærdóm að fullu. — Það er ekki nóg að kunna að lesa, ef lestrarkunnáttunni er ekki beitt til þroska og náms, — ekki nóg að kunna reikningsaðferðir, ef þroska og æfingu skortir til þess að beita þeim til gagns. Framhaldsnám á að bæta úr þessu hjá þeim, sem gáfur hafa til þess að njóta þess. Nú er svo ráð fyrir gert, að í framhaldsskólum verði verklegt nám ætlað þeim unglingum, sem ekki hafa getu til þess að stunda bóklegt nám nema að takmörkuðu leyti. Þessu ber mjög að fagna, og má ekki láta undir höfuð leggjast að halda þeirri starfsemi uppi að fullu. En væri ekki einnig rétt, að ætla þessum börnum meira verklegt

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.