Menntamál - 01.11.1945, Blaðsíða 12

Menntamál - 01.11.1945, Blaðsíða 12
186 MENNTAMÁL án ára, á við mikla erfiðleika að etja í starfi og tilhögun. Ég tel það mjög vafasamt, að rétt sé að leggja slíkt starf á einn mann, eins og ég hef minnzt á áður, ekki sízt var það vafamál, meðan svo var, að hverja stund, sem dvaldi frá kennslu og vera átti hvíldar- og undirbúningstími að nýju starfi, varð að taka til aukastarfa, sem arð gáfu, svo hægt væri að komast nær því takmarki að berjast efna- lega í bökkum. Það var því ekkert undarlegt, þótt menn ofþreyttust eða jafnvel gæfust upp við þær aðstæður. Enga aukvisa þurfti til þess að svo færi. En áður en menn gefast upp, setur þreytan mark sitt á starf þeirra. En einnig við þá kauptúnaskóla, sem tveir og þrír kennarar starfa, er við ýmsa örðugleika að glíma. Ekki er hægt að skipta börnum til fulls í deildir eftir greind og hæfni. Kennarinn verður að dragast áfram með ósam- stæðan hóp nemenda og reyna að jafna milli í kennslu, en það verður ekki til fulls gagns, svo að kennsla hans nýt- ur sín ekki eins og skyldi. Ekki er ótítt, að skólar þessir verði að hafa nokkra nemendur, sem vitsmunalega eru ekki hæfir til venjulegs skólanáms og þyrftu að komast í sérskóla eða stofnanir. Einnig bregður fyrir vandræða- börnum, sem í skóla eru sjálfum sér og skólanum ef til vill til ógagns og ættu að vera á sérstökum hælum. Er þar eitt vandamál, sem nauðsynlega þyrfti að leysa, að koma upp sérskólum fyrir vangæf börn og uppeldisheimilum fyrir vandræðabörn. Nú sem stendur er mesta öngbveiti í þessum málum. Sérþekkingu vantar um meðferð þessara barna, og þeim er ekkert hægt að koma, nema ef bezt lætur á sveitaheimili. Skilyrði til íþróttaiðkana hafa stundum lítil verið i kauptúnum og þurfa enn að batna. Handavinna hefur litil verið kennd og víða engin fvrir drengi. Bóklegt nám hef- ur verið aðal þessara skóla. Nú mun leikfimi kennd í flest- um barnaskólum og áhugi fyrir líkamsrækt fer vaxandi,

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.