Menntamál - 01.11.1945, Side 9

Menntamál - 01.11.1945, Side 9
MENNTAMÁL 183 Vitringur nokkur var eitt sinn spurður, hvað frelsi væri. „Góð samvizka,“ svaraði hann. Mér kom þetta spakmæli í hug, er Elías var að kveðja skólann. Það var ekki laust við klökkva í svip og róm, en jafn- framt var eins og létt hefði verið af honum byrði, er hon- um hefði að vísu verið ljúft að bera, en væri þó feginn að leggja af sér. Og vissulega var hann vel að því kom- inn. Svo vel hafði hann unnið, að hann gat horfið frá starfi með góðri samvizku — frjáls. Frjáls eftir 42 ára ræktunarstarf í þeim reit, er mestu varðar að vel sé rækt- aður.'O'g Elías hefur ræktað sinn reit vel. Að lokum vil ég óska Elíasi þess, að hann megi enn um mörg ár ganga árla að starfi í snotra verkstæðinu sínu bak við húsið sitt, léttur í spori og léttur í lund. Elías er kvæntur Pálínu Elíasdóttur. Er hún af góðum skaftfellskum ættum eins og hann, og ber heimili þeirra húsmóðurinni fagurt vitni, enda munu þau óvenju sam- hent og margir kostir sameiginlegir. Hina rómuðu skaftfellsku gestrisni hafa þau flutt með sér til borgarinnar. Þar er líka gott að koma. Þau hjón eiga 4 börn: Helga, fræðslumálastjóra, Giss- ur, er stundar hljóðfærasmíðar og viðgerðir, Jónínu, er starfar í fræðslumálaskrifstofunni, og Helgu, sem er gift Óla Möller, kennara á Þórshöfn. Öll hafa systkinin haft skemmri eða lengri námsdvöl erlendis. Marteinn M. Skaftfells.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.