Menntamál - 01.11.1945, Blaðsíða 17

Menntamál - 01.11.1945, Blaðsíða 17
MENNTAMÁL 191 verði til þess, að frá þeim komi unglingar með tvenns konar siðferði — prúðmannlegir og drengilegir í skóla og við ýmis tækifæri, þegar þeim finnst það við eiga, en óheflaðir og pöróttir á götu og á heimili. — Gæti samt ekki átt sér stað, að þáttur skólans sigraði að lokum ? Þegar eru til unglingar með þessa framkomu, og svnir mismunandi framferði þeirra glögglega, að það eru ekki skólarnir, sem hafa hið einráða mótunarvald. Það er þess vegna háskalegur misskilningur, sem mjög kemur fram hjá almenningi í kauptúnum og kaupstöðum, að telja skólana uppeldisstofnanir, sem eigi að sjá um uppeldis- lega mótun barna þeirra. Margir kasta beinlínis uppeldisskyldum sínum á skól- ana og bregðast illa við, ef ekki tekst vel til um vanrækt börn þeirra — álíta, að skólinn hafi brugðizt skyldu sinni. Það er oft og tíðum engu líkara en þetta fólk álíti, að skólarnir séu einhvers konar uppeldisleg ummyndunar- verkstæði, sem geti í flýti sneitt af börnum þeirra sið- ferðislega vankanta og gert þau að fyrirmyndarmönnum í allri framkomu. Þessu fólki fer sízt fækkandi, þótt marg- ir vinni uppeldisstörfin af skilningi og mikilli kostgæfni og takist vel. En þessi skilningur manna á starfsemi skól- anna er ærið hættulegur, þar sem skólarnir verða að treysta á þann grundvöll, sem heimilin hafa lagt að skap- gerðar- og siðferðismótun barnanna. Og til tjóns hlýtur að leiða, ef sambandið milli heimilis og skóla rofnar þarna. Það er þess vegna hin mesta nauðsyn á að kveða þessar skoðanir niður og koma fólki einhvern veginn í skilning um uppeldisskyldur þess. Það kann að verða erfitt og ógerningur með það fólk, sem ekki hefur nein siðræn eða vitræn tök til uppeldislegra áhrifa, en um uppeldisrétt þess fólks er vafasamt. Samband heimila og skóla þarf að verða náið: samstarf, en ekki ókynni og skilningsleysi. Telja má líklegt að miklu megi ] ‘ka til úrbóta með íiánu

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.