Menntamál - 01.11.1945, Blaðsíða 11

Menntamál - 01.11.1945, Blaðsíða 11
MENNTAMÁL 185 ÞÓRLEIFUR BJARNASON: Skólamál sveita og kanptúna ERINDI FLUTT Á ALMENNU KENNARAÞINGI 1945 (Frh.) Á námseftirlitssvæði Vesturlands eru, eins og áður er sagt, 15 fastir skólar í kauptúnum. Flest þessara kaup- túna fengu skólahús með fræðslulögunum eða voru áður búin að fá þau. Mörg þeirra búa við sömu húsakynni með litlum eða .jafnvel engum breytingum. Sum þessara skóla- húsa eru langt frá því að fylla þær kröfur, sem gera verð- ur til nýtízku skólahúsa, eru þröng, jafnvel hrörleg og óhrjáleg, svo að varla getur talizt forsvaranlegt að kenna í þeim léngur. Af 15 skólahúsum þurfa 8 bráðrar upp- byggingar. Sjö kauptún eiga ýmist við að búa nýreist skólahús eða gömul, en svo rúmgóð og vel við haldin, að nægja mun um nokkra framtíð. Tvö af hinum átta skóla- húsum verða endurbyggð í sumar, og á öðrum tveim verð- ur vonandi hafin bygging. Má því segja, að þar horfi til ánægjulegra endurbóta. Skólar kauptúnanna eiga við nokkra festu og reynslu að búa, eftir nær fjörutíu ára starfsemi. Margir ágætir menn hafa yiír'þa unnið og vinna enn — menn, sem hafa mikið á sig lagt til þess að starfið gæti borið sem beztan árangur og auk þess lagt á sig hvers konar aukastörf til félagsstarfsemi meðal fullorðinna og barna, — orðið hinir beztu leiðtogar og lagt drjúgan skerf til menningar kaup- túnsins. Kennslustörfin við þessa skóla hafa oft verið erf- ið og tímafrek og aðstæður óhægar. Einn kennari, sem þarf að kenna um fjörutíu börnum á aldrinum sjö til fjórt-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.