Menntamál - 01.11.1945, Page 15

Menntamál - 01.11.1945, Page 15
MENNTAMÁL 189 nám en öðrum í barnaskólum? Hafa ekki skólarnir of lengi og án vilja barið þessa nemendur til bókar í vissum skilningi, svo að tjón hefur orðið að fyrir skólana og nem- endurna? En svo hefur orðið að gera vegna þess, að eng- ar aðstæður hafa verið til þess að koma að verklegri kennslu fyrir þá. Virðing fyrir verklegu námi og störfum má ekki heldur slævast. Sá hugsunarháttur má ekki dafna, að þeir menn, sem verkleg störf vinni, séu ófínni en aðrir. Gegn þeim hugsunarhætti þurfa skólarnir að vinna eftir getu. Fræðsla sú, sem börn fá í skóla, hefur löngum af mörg- um þótt lítilfjörleg og stundum ekkert smáræði verið heimtað. Til eru þeir menn, sem telja skólafræðsluna verri en enga, og virðast sumir þeirra tala í vitund um sína eigin ofurmennsku að menntun og fræðslu. — Aðrir eru hneykslaðir á ítroðningi skólanna og þeim bókfræði- þrældómi, sem varnarlausum börnum sé haldið í, en lítið eða ekkert sé gert til uppeldis þeirra eða siðfágunar. Vera má, að vottur af sannleiksneista felist í þeirri ásökun. Eftir fræðslulögunum eru barnaskólarnir fyrst og fremst fræðslustofnanir, sem eiga að sjá börnum fyrir fræðslu á ákveðnu aldursskeiði, en um leið efla skilning þeirra og þroska og vinna að mótun þeirra, eftir því sem tök eru á. Hver góður skóli gerir þetta eftir beztu getu. En mótunarvaldið er ekki hjá skólanum. Eftir þeim form- um, sem hann starfar nú, getur hann ekki verið einráður um mótun barnsins til fullorðinS manns, heldur einungis hjálpað þar til. Börnin koma l’yrst í skólann, þegar gera niá ráð fyrir að búið sé að leggja allfastan grundvöll að siðrænni mótun þeirra. Eftir það dveljast þau aðeins í skólanum nokkurn tíma hvers dags yfir starfstímann, og heimilið verður eins og áður sá aðili, sem mest hefur að

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.