Menntamál - 01.11.1945, Blaðsíða 8

Menntamál - 01.11.1945, Blaðsíða 8
182 MENNTAMÁL fram, að heimurinn fari versnandi, þótt haft hafi verið hausavíxl á ýmsu, sem var í góðu gildi, er hann var að alast upp. Honum er fullljóst, að það, sem við átti í gær, kann að vera öfugt og úrelt á morgun. Tímarnir eru allt- af að breytast og mennirnir með. Enginn málrófsmaður er Elías. Fámáll er hann fremur, en glaður og skemmtilegur í viðræðum, óhlutdeilinn um annarra hag, og aldrei hef ég heyrt hann fara hallmæl- andi orðum um nokkurn mann — nema sprúttsalana. En hvass getur hann verið á brúnina og ómjúkmáll, finnist honum menn bregðast skyldu sinni eða fara með ómótmæl- anlega rangt. Enda held ég, að enginn gæti fengið Elías til að fylgja málstað, sem hann teldi rangan, aldrei myndi hann bregðast því, er honum væri trúað til, aldrei héti hann trúnaði því, er góðan dreng blettaði, því að hann er skapgerðarmaður mikill. Elías er þeim kostum og hæfni búinn, að með réttu má á hann deila fyrir of mikla hæversku og hlédrægni. Hans rétta sæti hefði verið við stjórnvöl stórrar skólastofnun- ar. Þar hefðu skipulagshæfileikar hans haft meira svig- rúm og kostir hans notið sín hið bezta. Hann átti virðingu nemenda sinna, og hann átti virð- ingu og hlýhug samkennara sinna, ég held án nokkurrar undantekningar. Ekki af því, að hann væri ávallt á sama máli og aðrir, því að sízt á við hann, það sem Spartverjar sögðu um Persa, að þeir væru þrælar, þar eð þeir gætu ekki sagt nei. Elías segir áreiðanlega óumþokanlegt nei við öllu, sem stríðir gegn réttlætiskennd hans og sann- færingu. Hann átti hlýhug samstarfsmanna sinna af því, að allir fundu, hve heill hann var, óhlutdrægur, hlýr og lipur í öllum samskiptum.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.