Menntamál - 01.11.1945, Blaðsíða 6

Menntamál - 01.11.1945, Blaðsíða 6
180 MENNTAMÁL spöruðu hvorki eigið fé né fyrirhöfn í því skyni. Má nokk- uð marka áhuga þeirra á því, að þeir keyptu sitt orgelið hvor til notkunar við söngkennslu. En skólinn, sem Elías kenndi við, var til húsa hjá þeim frá 1909. 1919 hefst nýr þáttur í starfi Elíasar. Þá hverfur hann brott úr hinni fögru sveit sinni og að Miðbæjarskólanum í Rvík, skv. ósk Mortens Hansens, sem þá var þar skólastj. En allir, sem þekkja til M. H. af reynd eða afspurn, vita, að hann var manna óliklegastur til að seilast austur í Skaftafellssýslu eftir farkennara, nema hann hefði álit- lega mikið til brunns að bera. Elías Bjarnason hefur starfað við Miðbæjarskólann síð- an, eða í 26 ár, og síðustu 6 árin sem yfirkennari. Hann brestur því 8 ár í hálfrar aldar kennslustarf. Samhliða kennslunni samdi hann kennslubækur í reikn- ingi. Kom 1. útg. reikningsbókar hans út 1927. Hlaut hún þegar mikla útbreiðslu. Og þegar stofnuð var ríkisútgáfa námsbóka, var reikningsbók Elíasar tekin upp í þá útgáfu. Einkennandi er það fyrir bækur hans, hve allar aðferð- ir eru ljóst og vel skýrðar. Eru þær því vel fallnar til sjálfsnáms. Kennslan hefur orðið aðal-lífsstarf Elíasar. En aldrei hafa fyrnzt þær ástir, er tókust með honum og orgelinu austur á Eyrarbakka forðum. Þær hafa hvorki kulnað né kólnað, því að fáir dagar munu líða svo, að Elías grípi ekki í orgelið. Hljóðfæraviðgerðir hefur Elías stundað um aldarfjórð- ungsskeið og hljóðfærasölu frá 1926. Hér hefur verið farið lauslega með ytri markalinunni á starfsferli Elíasar Bjarnasonar, en með því er lítið sagt. Um Elías mætti skrifa mikið mál, þótt ekki hafi hann haft hátt um sig eða olnbogað sig áfram. En hér verður aðeins stiklað á því, er hæst bar í daglegu starfi og um-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.