Menntamál - 01.11.1945, Blaðsíða 22

Menntamál - 01.11.1945, Blaðsíða 22
196 MENNTAMÁL er það að segja, að hann hefur leyst verk sitt svo vel aí' liendi, að af ber. Dýrheimar er einhver bezta unglingabókin, sem hér er völ á. Bandið er sízt lakara en gerist á bókum hér, pappír og prentun mjög góð, og efni og þýðing með ágætum. En prentvillur eru því miður þó nokkrar, sumar leiðinlegar. Sveitin heillar, eftir Enid Blyton. Með myndum. Sigurður Gunnars- son, skólastjóri á Húsavík, þýddi. Björk, 248 bls., verð: 20 kr. bundin. Þetta er saga um fjögur Lundúnabörn, sem dvelja sumarlangt í sveit. Þar komast þau í kynni við eins konar „útilegumann", sem kennir þeim að þekkja skógardýrin og lifnaðarhætti þeirra. Sagan er sérstak- lega skemmtileg og andar hlýju og skilningi á öllu, sem lífsanda dregur, auk fróðleiksins, sem hún ílytur. Ritstjóri Menntamála lítur svo á, að þessi saga sé einkar heppileg fyrir lesbók í skólum. Þýð- andinn hefur náð góðu lífi í þýðinguna, þótt nokkurs stirðleika kenni sums staðar, en það mun stafa af því, að hann hefur verið um of bundinn af frumritinu til þess að skrifa eins og honum er eðlilegast. En á slíku mega ungir þýðendur jafnan vara sig. Snati og Snotra. Steingrímur Arason sagði á íslenzku Með mynd- um eftir Tryggva Magnússon. 2. útgáfa. Björk, 72 bls., verð: 11 kr. í bandi. Þessa bók þekkja allir kennarar og vita, itve ágætlega hún er fallin til lesturs íyrir litiu börnin, sem hafa lokið við Unga litla, en ráða ekki enn við jtungar bækur. Nýja útgáfan er sérlega snotur og vönduð. Kalla fer í vist, eftir Mollie Faustman. Guðjón Guðjónsson skóla- stjóri þýddi. Æskan, 181 bls., verð: 18,50 kr. í bandi. — Þetta er framhald á Kalla skrifar daghók og er skemmtifeg stelpusaga eins og hún. Höfundurinn fer vel með efni sitt, þótt tökin fatist nokkuð í sögulokin. Þýðingin er mjiig lipur og allur frágangur hinn vandað- asti, eins og jafnan á bókum Æskunnar. The Scliool Book of Light Werse, chosen by Guy Boas, M. A, Headmaster, Sloane School, 300 -f XX bls., verð: 6 sh. í bandi. — í 4. liefti þessa árgangs Menntamála (bls. 99) var getið um safn enskra úrvalskvæða, er Macmillan í London hefur gefið út. Þessi bók er sarns konar safn, en hér eru mörg kvæðanna gamankvæði fyrst og fremst. Kvæði eítir 109 höfunda eru í bókinni, suma heimsfræga, raðað eftir aldri.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.