Menntamál - 01.11.1945, Blaðsíða 26

Menntamál - 01.11.1945, Blaðsíða 26
200 MENNTAMÁL Heimili og skóli. Af greinum í 4. hefti þessa árgangs má nefna: Úr misindisdrengjum rná gera menn (Sæmundur G. Jóhannesson þýddi), Uppeldisréttur mœðm (Jóhannes Guðmundsson) og Dagur kennarans (Hannes J. Magnússon). Ymsar íréttir eru í heftinu, meðal annars grein með mynd um nýstofnaðan húsrnœðraskóla á Akureyri. Skólaskýrslur. Menntamál vilja vekja sérstaka alhygli lesenda sinna á auglýsingu, sem var á 2. kápusíðu seinasta heftis, þar sem fræðslumálaskrifstofan telur upp nokkrar skólaskýrslur, sem hana vanti og hún óski eftir að eignast. Það þarf ekki að færa rök að því, hve nauðsynlegt er, að allar prentaðar skólaskýrslur séu til í íræðslumálaskrifstofunni. Sjómannaskólinn nýi í Reykjavík var vígður 13. okt. s. 1. Hann er eitthvert mesta og glæsilegasta menntasetur þjóðarinnar og jafnframt ein af veglegustu byggingum höfuðstaðarins. Þolinm,óðir eru þeir menn beðpir að vera, sem sent hafa Menntamálum efni tii birtingar, þótt nokkuð dragist, að það komi þar. Tímaridð er lítið, en blaðsíðutala hvers heftis verður eigi aðeins að standa á heilum, heldur einnig vera deilanleg með fjórum. Verður að taka tillit til þessa, þegar efni er raðað í hvert hefti. Menntamál. Þetta hel'ti Menntamála liefur orðið nokkru síðbúnara en ætlazt var til, en ekki telur ritstjórinn það sína sök nema að litlu leyti. I-Iins vegar veldur þrjózka ritstjórans því, að það er kallað nóvember- hefti, þótt það sé ekki prentað íyrr en um eða eftir áramót. Það átti að vera nóvemberheíti. ÚTGEFANDI: SAMBAND ÍSLENZKRA BAllNAKENNARA. Útgájustjórn: Ólafur Þ. Kristjánsson, ritstjóri, Ingimar Jóhannesson, Arngrímur Kristjánsson. PRENTSMIÐJAN ODDI H.F.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.