Menntamál - 01.12.1950, Qupperneq 4

Menntamál - 01.12.1950, Qupperneq 4
202 MENNTAMÁL Ég vil líka taka það fram, að ég mæli þessi orð ekki í ásökunarskyni við neinn. Ég er aðeins að flytja fram hugs- anir, sem hafa ásótt mig æ meir, eftir því sem ég hef velt skólamálum okkar meir fyrir mér, og eftir því sem ég hef setið fleiri kennaraþing, og ekki sízt eftir að hafa rýnt lítið eitt í sögu skólamála höfuðstaðarins, en það hefur verið helzta iðja mín síðast liðið ár. Saga íslenzkra skóla- og uppeldismála er ekki jafnlítils- verð og henni hefur verið lítill gaumur gefinn. Hún kann að vísu ekki að greina frá stórfelldum atburðum eða um- róti, en hún getur gert okkur ljósara, hvernig skólahug- myndir okkar og skólahættir hafa orðið til, og hvernig þessar hugmyndir eiga rætur að rekja til aðstæðna, sem eru fyrir löngu úr sögunni, þótt við ríghöldum í þær eins og hrein sáluhjálparatriði. Ég sagði, að skólar okkar væru reistir á bjargi, svo óhagganleg virðist mér þessi undir- staða þeirra. Menn getur greint á um það, hvernig skuli hagræða steinunum á þessum kletti, en að sjálfri undirstöð- unni ráðast fáir þ. e. hinu mjög sundurgreinda og kerfis- bundna fræðinámi, sem skipt er í hnífjafna parta á dag hvern, hamrað inn í alla nemendur, hvort sem þeim er það ljúfteða leitt, og hver kennslqstund gerð að látlausri yfir- heyrslu eða prófi. Mér hefur verið kennt þannig, og ég hef kennt þannig. Því skal að vísu játað, að eftir 1920 kom fram allöflug hreyfing meðal barnakennara um það að breyta dálítið til, og óvéfengjanlega hefur hún áorkað miklu. Og að því leyti sem ég er dómbær um þau efni, hafa áhrif hennar verið til ómetanlegrar blessunar fyrir þá skóla, en þessi áhrif urðu því miður alltof lítil, og mér virðist, að aftur sígi á ógæfuhlið, og í allri hreinskilni sagt, er mér ekki grunlaust um, að það stafi af ofmiklum veik- leika barnakennara gagnvart kröfum framhaldsskólanna. Við erum að vísu saman komin til þess að ræða málefni framhaldsskóla, en mér er tamast að hugsa um uppeldis- mál sem óslitið viðfangsefni frá fæðingu mannsins, a. m.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.