Menntamál - 01.12.1950, Side 11

Menntamál - 01.12.1950, Side 11
MENNTAMÁL 209 hraða sínum og kjósa sér aðferðir? Mér er ljóst, að hér stöndum við frammi fyrir trúaratriði. — Ég vænti, að við þekkjum öll, að ekkert æviskeið lætur sig allt mannlegt fremur varða en uppvaxtarárin. Heilbrigð börn og ungl- ingar eru eilíflega full af einhverjum áhugaefnum, og hug- ur þeirra stefnir fast að því að kynnast umhverfi sínu og læra að gera það, sem þar er gert. En eigum við að trúa því, að sá áhugi, sem náttúran andar þeim í brjóst, sé út í hött, en það, sem við viljum endilega láta þau læra, sé þeim miklu nauðsynlegra og gagnlegra? Úr þessu verður ekki skorið vísindalega. Við verðum að treysta því, sem heilbrigð skyn- semi segir okkur um það, ef við leggjum þá fyrirhöfn á okkur að spyrja hana. Ég skal játa það, að ég ber mikið traust til vísdóms náttúrunnar og tel fyllilega varhuga- vert að hafa innblástur hennar að engu. Hins vegar er næsta erfitt að sinna þeirri rödd í skólum okkar, ef fylgja á nákvæmlega námsáætlun, stundaskrám og prófkröfum, og ekki örgrannt um, að hún verði þögguð niður fyrir fullt og allt. Þeim, sem venjast við það þegar á unga aldri að vinna allt eftir skipunum annarra, er hætt við að verða framtaksleysinu að bráð. En það er ekki fólk, sem sí og æ lætur stjórnast af öðrum, sem líklegast er til þess að tryggja vöxt og viðgang lýðræðisþjóðfélags. Þegnar slíks þjóðfélags þurfa að vísu að kunna að hlýða, þeir verða að kunna að hlýða lögmálum heilbrigðs mannfélags, en þeir mega ekki láta duttlunga ofríkismanna hafa sig að leiksoppi. Við skulum víkja aftur að því, sem ég leyfði mér að kalla því óvísindalega heiti innblástur náttúrunnar. Er það ekki yfirleitt einhver innri eða ytri nauðsyn, sem rekur okkur til að læra? Lítum t. a. m. til barna á 2. og 3. ári, hvernig þau læra málið. Þau þurfa að beita því lífi sínu til framdráttar. Þau læra ekki orðalista eða málfræðikenn- ingar, en námsárangur þeirra er meiri en nokkur skóli get- ur sýnt fram á um nemendur sína. Þráfaldlega hef ég

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.