Menntamál - 01.12.1950, Blaðsíða 20

Menntamál - 01.12.1950, Blaðsíða 20
218 MENNTAMÁL fyrir kennslu sína á 7 stöðum öðrum víðs vegar um bæinn, svo að kennslustaðir eru nú alls 9. Það, sem Kennaraskólann vanhagar mest, er barna- og unglingaskóli með öllum þeim aðbúnaði, sem beztur þekk- ist í landinu. Til þess ber brýna nauðsyn, að kennaraefnin kynnist öllum þeim verkefnum og vinnubrögðum, sem fyrir koma í slíkum skólum. Menn læra starf sitt um fram allt á því að vinna það, kennarar jafnt sem aðrir menn. Og þeir, sem venjast hagkvæmum starfsskilyrðum, finna að öðru jöfnu meiri hvöt hjá sér en aðrir til þess að koma góðu lagi á aðbúnað í starfi sínu. Það starf, sem er unnið í kennaraskóla, þarf að vera til sannrar fyrirmyndar, ann- ars missir það marks. Nú hagar svo til, að æfingakennslan í Kennaraskólanum á við svo langtum lélegri skilyrði að búa en almennt tíðkast um barnakennslu í Reykjavík og raunar víðast hvar í bæjum og þorpum á landinu, að á því er enginn samjöfnuður. Ætli menn teldu það t. d. skyn- samlega ráðstöfun að búa lækna undir að taka að sér starf við Landspítalann með því að kenna þeim í aumasta sjúkra- skýli landsins? Það er þó hliðstætt þessu, sem gerist um kennaraefnin. Kennslustaðir Kennaraskólans eru hvorki fleiri né færri en 9. Það er mikið virðingarleysi, sem þjóðfélagið sýnir dýrmætum námstíma kennaraefnanna. Að vísu þarf hver einstakur nemandi ekki að þveitast milli allra þessara staða, en engum getur dulizt, hvers konar meðferð þetta er á tím- anum. Og tíminn er það dýrmætasta hnoss, sem hver náms- og starfsmaður á yfir að ráða. Sigurður Nordal kallaði það manndráp að sóa tíma starfandi manna. Hvað eigum við þá að kalla þetta framferði þjóðfélagsins gagnvart kennaranemum ? Á. H.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.