Menntamál - 01.12.1950, Side 23
MENNTAMAL
221
FIMMTUGUR:
Arngrímur Kristjánsson
forseti S. I. B.
Arngrímur Kristjánsson
skólastjóri og forseti Sam-
bands ísl. barnakennara
átti fimmtugsafmæli 28.
sept. s. 1.
Arngrímur er fæddur að
Sigríðarstöðum í Suður-
Þingeyjarsýslu, sonur
Kristjáns Skúlasonar
bónda þar og konu hans,
Unnar Jóhannsdóttur,
Bessasonar á Skarði. Ólst
Arngrímur upp með afa
sínum, Jóhanni, mikilúð-
legum manni eftir mynd að
dæma. Hafði Sigurður
skólameistari mynd af Arngrímur Kristjánsson.
honum hangandi í skrif-
stofu sinni, kvað hann vera líkastan því, sem hann hefði
hugsað sér Egil Skallagrímsson. Má ætla, að frá þessum
áa sínum muni Arngrími kominn þróttur og þrek.
Arngrímur stundaði fyrst nám á Hvanneyri og lauk
þaðan búfræðiprófi 1919, kennaraprófi lauk hann 1923,
og framhaldsnám stundaði hann á Norðurlöndum 1926,
kynnti sér einkum garðyrkju og verklegt nám barna.