Menntamál - 01.12.1950, Page 26

Menntamál - 01.12.1950, Page 26
224 MENNTAMÁL Sá getur leikið léttum róm í lífsins hrinum, sem að á sér börn og blóm að beztu vinum. Þó að togni tíminn hraður, tefðu lengur: Góður vinur, góður maður, góður drengur. SIGURÐUR EINARSSON. Margur er sá, er ekki þarf annað að gera en eldast— og virðist þó naumast þokast úr stað, en finnst það að lifa svo óttalegt annríld vera, að afkastað getur ei neinu fram yfir það. Arngrímur minn, það var ekki við því að búast, að ég vissi um þinn aldur, en ég hafði trúað því helzt, að alla tíð hefðir þú haft í öðru að snúast, svo hitt væri fráleitt, að þú gætir nokkru sinni elzt. Mér fimist þú svo ungur, að yngri fáa ég þeklci, en á það þú hefur nú sjálfur með kurteisi minnt, að í dag sértu fimmtugur. — Ójá, betra en ekki er það af manni, sem félck því í hjáverlcum sinnt. Eji haltu samt áfram að hafa annað að starfa en hugsa um aldur þinn og hvernig þar áleiðis vinnst, því beztur er sá, er allt vann til almenningsþarfa, en eldist með gætni, — og reyndar sem allra minnst. STEFÁN JÓNSSON.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.