Menntamál - 01.12.1950, Qupperneq 30

Menntamál - 01.12.1950, Qupperneq 30
228 MENNTAMAL „Friðrik Bjarnason er eitt af vinsælustu tónskáldum landsins. Hann er fyrir löngu þjóðkunnur fyrir tónsmíðar sínar. Hann hefur samið lög fyrir karlakór og blandaðan kór, barna- og æskulýðssöngva, einsöngslög, og orgellög. Ýms af lögum hans eru fyrir löngu orðin almennings eign. — Hin þýða laglína, hnitmiðaða framsetning og hóflegi búningur hefur aflað þeim vinsælda, sem virðist aukast við nánari kynni. Af kórlögum hans nefni ég aðeins „Hóla- dans“, „Huldur“, „Hrím“, „Fjallabyggð“ og „Abba labba lá“, en þessi upptalning gæti auðvitað orðið lengri. Af barna- og æskulýðssöngvunum vil ég einkum benda á „Fyrr var oft í koti kátt“, „Hafið bláa hafið“, „Nú er Gyða á gulum kjól“ og „Gönguvísu“. „Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd, þá ertu á fram- tíðarvegi“. Friðrik hefur gefið æskulýð landsins góðar og dýrmætar gjafir og þeim hefur verið tekið tveim höndum. Naumast er hægt fyrir tónskáld að kjósa sér betra hlut- skipti. Enn er þess að geta að Friðrik hefur gefið út margar skólasöngbækur, ýmist einn eða í félagi við aðra. Hann gaf um skeið út söngmálablaðið „Heimir“ í félagi við Sig- fús Einarsson. Þar örlar á því, sem kunnugir vita, að hann er með fróðustu mönnum í sönglistarsögu, og ann reyndar öllum sögufróðleik og ættfræði. Friðrik er kvæntur Guðlaugu Pétursdóttur frá Grund í Skorradal, mestu afbragðskonu, sem býr yfir ríkri list- hneigð, sem kemur m. a. fram í Ijóðum þeim, sem hún hefur ort. Hún hefur t. d. ort erindin um Hafnarfjörð, sem Friðrik hefur samið lag við og nú er orðið héraðssöngur Hafnfirðinga. Gætu önnur byggðarlög öfundað Hafnar- fjörð af þessum héraðssöng, sem uppfyllir svo vel þær kröfur sem gera verður til þess háttar söngva. Frú Guð- laug fæst einnig við að mála og teikna. 'Friðrik hefur nú látið af organleikarastörfum, en hann er ekki hættur störfum fyrir því. Hann vinnur nú að tón-

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.