Menntamál - 01.12.1950, Page 31

Menntamál - 01.12.1950, Page 31
MENNTAMAL 229 smíðum. Ætla ég, að bezta afmælisóskin til hans muni vera sú, að honum auðnist að færa í búning sem flestar af tón- hugsunum sínum.“ Frá iðnskólunum. Á aðalfundi Sambands iðnskóla ;i íslandi, er haldinn var í fyrra- haust, var ákveðið að stofna bókaútgáfu, er annast skyldi útgáfu kennslubóka handa iðnskólum landsins. Fram að þessu hafa iðnskól- arnir nær eingöngti orðið að notast við erlcndar kennslubækur og fyrirmyndir. í sumuin kennslugreinum hefur kennslan orðið að fara cingöngu fram með fyrirlestrum, ]>ar sem engar bækur hafa verið fáan- legar, og hefur þetta fyrirkomulag tafið mjög mikið fyrir kennslunni, þar sem nemendur hafa orðið að skrifa allt niður, sem sagt er. For- ráðamenn iðnskólanna hafa séð, að þetta gat ekki gengið öllu lengur og hafa því ákveðið að hefja útgáfu kennslubóka á eigin forlagi. Stjórn útgáfunnar skipa þeir: Þorsteinn Sigurðsson, skólanefndarmaður, Reykjavík, Bergur Vigfússon, skólastjóri, Hafnarfirði og Björn H. Jónsson, skólastjóri, ísafirði. Fyrsta bókin, sem væntanlcg cr frá forlaginu, er Rafmagnsfræði eftir Magnús Magnússon verkfr. og kcinur hún út í desember n. k. Næsta bók verður „Viðarfræði" fyrir trésmiði eftir Björn TT. Jónsson skólastjóra. Tieki til kennslu í eðlisfrædi. Árið 1948 ræddi ég um það við fræðslumálastjóra, hvort ekki myndi kleift að fá sntíðuð hér nokkur einföld tæki, sem nothæf væru við cðlisfræðikennslu. Fræðslumálastjóri féllst á. að þetta væri reynandi. og að skrifstofan hefði nokkurt veltufé, sent hann væri fús til að lána. Sagði hann einnig, að honum fyndist að eini hugsanlegi staðurinn, þar sem hægt væri að fá þetta smíðað, væri vinnuhælið að Reykjalundi.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.