Menntamál - 01.12.1950, Síða 34

Menntamál - 01.12.1950, Síða 34
232 MENNTAMÁL Kristjana Jónsdóttir fimmtug. 5. ágúst s. 1. átti frú Kristjana Jónsdóttir kennari að Sólheimum í LandbfOti fimmtugsafmæli. Hún lauk kennaraprófi 1925, og 20 ár samfleytt hefur hún verið kennari í Kirkjubæjarhreppi. Til minningar um þetta starfsafmæli frú Kristjönu héldu hreppsbúar henni samsæti í lok síðasta skólaárs og gáfu henni minjagrip í viðurkenningarskyni fyrir dyggilega unnin störf. Frú ICristjana er gift Magnúsi Auðunssyni bónda að Sólheimum, og eiga ])au hjón 2 börn, son og dóttur. IJm kennslustörf frú Kristjönu e'r m. a. svo að orði komizt í afmælis- grein í Tímanum 5. ágúst s. L: „Hin bóklegn fræði kennir Kristjana af áhuga og krefst á því sviði góðrar uppskeru. Munu fáir kennarar komast þar Iram úr með árang- ur af starfi. Hitt er þó sýnu merkilegra, hve mikla rækt hún hefur lagt við handavinnukennslu í skólanum — og má það kalla umfram skyldu. Við hver skólaslit mætir fjöldi foreldra in. a., og ekki sízt til að skoða haudavinnu barnanna. Er þá skólastofan öll svo hlaðin munum, scm börnin hafa gcrt, að livergi sér til veggja að heitið geti. Tilbreytni er alltaf nokkur frá ári til árs, þó að verkefnin sétt þau sömu að mestu Ieyti. A borðum eru munir ýmiss konar, útsagaðir eða skornir, en veggir ertt þaktir blýants- og vatnslitamyndum, saumaskap og prjón- lesi. Handavinnan hcftir jöfnum höndum miðazt við hýbýlaprýði og gagnsemi. Margar ungar húsmæður hafa m. a. átt í búið kaífidúka, sem þær saumuðu í barnaskólanum, auk ýmissa listmuna, sem heimili prýða. Mun mörgum ókunnugum ótrúlegt þykja, að hér væri um barnavinnu að ræða. En Kristjana cr vandlát og lætur taka verkið upp að nýju, unz því er skilað fagurlega." ÚTGEFANDI: SAMIiAND ÍSEENZKRA HARNAKENNARA OG LANDSSAMHAND FRAMHALDSSKÓLAKENNARA. Úlgáfustjórn: Arinnnn Halldórsson ritstj., Helgi Þorláksson og Jón Krislgeirsson. \ AfgreiðslumaÖur: Þórður J. Pálsson. Prentsmiðjan ODDI h.f. J

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.